fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Níðingsverk í Napa

Kayleigh varð fórnarlamb móður sinnar og kærasta hennar

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 10. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. febrúar, 2014, barst Neyðarlínunni í Napa í Kaliforníu símtal frá ónafngreindum vini parsins Söruh Lynn Krueger og Ryan Scott Warner. Erindið var fremur ógeðfellt.

Umræddur vinur hafði kvöldið áður heimsótt Söruh og Ryan og þá séð Kayleigh, þriggja ára dóttur Söruh, andvana. Hann vildi ekki blanda sér í málið og sagði þeim að hafa samband við lögregluna hið snarasta.
Þegar honum varð ljóst að þau höfðu ekki farið að ráðum hans hringdi hann sjálfur.

Lík í ferðatösku

Þegar lögreglan kom á heimili Söruh og Ryan var þau hvergi að finna. Hins vegar lá líkið af Kayleigh í ferðatösku á rúmi hennar, hálffreðið. Að sögn lögreglunnar var ljóst að líkið hafði verið í frysti í nokkrar klukkustundir.

„Líkaminn hennar var enn mjög kaldur viðkomu þegar hann lögreglan fann hann. Við getum ekki sagt með vissu hve lengi hún var í frystinum,“ sagði Kecia Lind saksóknari síðar.

Skötuhjúin voru flúin, höfðu lagt á flótta fyrr þennan morgun. Þau voru handtekin daginn eftir á veitingastað í El Cerrito. Í síma Söruh fundust vísbendingar um að hún hefði framkvæmt leit að fjölmennustu borgum Bandaríkjanna.

Langvarandi ofbeldi

Líkskoðun sýndi fram á að litla stúlkan hefði búið við langvarandi ofbeldi. Fjöldi áverka, sem ekki verður lýst frekar hér, var á líkama hennar.

Taldi saksóknari að ofbeldið hefði hafist mörgum mánuðum fyrir dauða Kayleigh, en hefðu færst í aukana sennilega tvo síðustu mánuði ævi hennar.

Sarah og Ryan fullyrtu að Kayleigh hefði dáið eftir að hafa drukkið einhvern óskilgreindan eitraðan vökva. Þau gátu ekki með sannfærandi hætti útskýrt áverkana á líki hennar.

Að sögn saksóknara höfðu Sarah og Ryan verið í mikilli metamfetamínneyslu svo dögum skipti áður en þau börðu Kayleigh til bana 30. janúar 2014.

Ein réttarhöld, tveir kviðdómar

Réttarhöldin yfir Söruh og Ryan hófust 1. maí, 2017, og var réttað yfir þeim samtímis. Hins vegar yrðu örlög þeirra í höndum tveggja aðskilinna kviðdóma.

Þriðjudaginn 31. maí lá niðurstaða beggja kviðdóma fyrir og ljóst að enginn kviðdómara beggja kviðdóma efaðist um sekt parsins.

Þann 27. júlí var kveðinn yfir þeim dómur og fengu þau bæði lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?