fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Kostulegt myndband af seinheppnum skíðakappa vekur athygli

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Venesúelamaðurinn Adrian Solano hafi vakið talsverða athygli í netheimum undanfarinn sólarhring eftir að myndband af frammistöðu hans í keppni á gönguskíðum fór að ganga um netið.

Adrian þessi var staddur í Finnlandi sem fulltrúi Venesúela þar sem hann tók þátt í undankeppni vegna HM í skíðagöngu sem haldin er í Lahti.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi átti Solano býsna erfitt með að fóta sig á skíðunum og ástæðan fyrir því er raunar einföld. Solano hafði aldrei skíðað í snjó og aðeins stundað æfingar á hjólaskíðum í heimalandi sínu, Venesúela. Eins og þeir sem stundað hafa báðar þessar greinar vita eru þær talsvert frábrugðnar þó þær séu í eðli sínu líkar.

Adrian sagði fylgjendum sínum á Instagram að hann hefði reynt að gera sitt besta. „Ég hef aldrei fengið að kynnast snjó og hafði ekki tækifæri á að æfa mig í honum. Ég datt kannski nokkrum sinnum en það sem máli skiptir er að ég mun aldrei gefast upp,“ sagði Adrian sem sumir hafa kallað versta skíðamann heims.

Í frétt BBC kemur fram að Adrian hafi ætlað sér að dvelja við æfingar í Svíþjóð í mánuð áður en undankeppnin fór fram. Þegar hann kom til Parísar þann 19. janúar síðastliðinn var hann stöðvaður á flugvellinum og tjáð að hann mætti ekki fara til Svíþjóðar. Hann var því sendur heim þar sem yfirvöld töldu að hætta væri á að hann myndi sækja um hæli í Svíþjóð vegna stöðu efnahagsmála í heimalandi hans.

Þess má geta að Adrian lauk ekki keppni í undankeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“