fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Ósætti og auður

Foreldrar Andrews voru efnaðir – Hann ásældist eignir þeirra

Kolbeinn Þorsteinsson
Mánudaginn 5. desember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rick og Suzanna Wamsley voru ströng við börn sín, Söruh og Andrew. En þau höfðu einnig gætt þess að sinna þeim af kostgæfni. Rick hafði unnið víða fyrir olíufyrirtæki; meðal annars í Houston, Salt Lake City og Dallas og hvar sem fjölskyldan hafði búið hafði tilvera foreldranna snúist um börnin og heimilið.

Máltækið segir; sjaldan launar kálfurinn ofeldið og sú varð einmitt raunin í Wamsley-fjölskyldunni og dró til tíðinda að kvöldi 11. desember, 2003, á heimili hennar í Mansfield í Texas.

Susana (t.v.) og Chelsea lögðu á ráðin með syni Wamsley-hjónanna.
Vinkonur og herbergisfélagar Susana (t.v.) og Chelsea lögðu á ráðin með syni Wamsley-hjónanna.

Vinir kallaðir til

Eitthvað virðist Andrew, þá 29 ára og bjó enn í foreldrahúsum, hafa verið uppsigað við foreldra sína. Hann vildi þá feiga en í stað þess að ganga sjálfur í málið leitaði hann liðsinnis vina sinna.

Fyrrnefnt kvöld voru Wamsley-hjónin stungin og skotin til bana heima hjá sér. Þar var að verki vinkona Andrews, Susana Toledano, en ódæðið var skipulagt af Andrew, kærustu hans, Chelsea Richardson, og Susönu. Markmiðið með morðunum var að koma höndum yfir eignir foreldra Andrews sem metnar voru á 1,65 milljónir Bandaríkjadala.
Höfðu þremenningarnir ráðgert að myrða Söruh, systur Andrews, líka, en hún var ekki heima umrætt kvöld.

Rick og Suzana voru skotin og stungin til bana á heimili sínu.
Fórnarlömbin Rick og Suzana voru skotin og stungin til bana á heimili sínu.

Ósætti vegna Chelsea

Kastast hafði í kekki með Andrew og foreldrum hans þegar hann hóf samband með Chelsea, í janúar 2003. Chelsea ólst upp í verkamannahverfi í Tarrant-sýslu í Texas og hver veit nema uppruni hennar hafi valdið því að foreldrar Andrews lögðu ekki blessun sína yfir sambandið og settu son út af sakramentinu.

Andrew og Chelsea höfðu byrjað að leggja á ráðin í október og Susana, sem var herbergisfélagi Chelsea í Joe C. Bean-miðskólanum, tekið þátt í ráðabrugginu.

Þvinguð til verknaðarins

Að sögn var Susana neydd til að taka ódæðið að sér, með hvaða hætti fylgir þó ekki sögunni. Henni hafði að auki, mánuði fyrr, 9. nóvember, verið gert að skjóta að bensíntanki jeppabifreiðar Wamsley-hjónanna. Eins og ljóst má vera mistókst sú morðtilraun.

En þremenningarnir áttu sér vitorðsmann. Sá var Hilario Cardenas, framkvæmdastjóri IHOP-veitingastaðar (International House of Pancakes) í Arlington í Texas. Hann hafði gefið ráð varðandi með hvaða hætti best væri að koma hjónunum fyrir kattarnef. Einnig útvegaði hann byssuna sem notuð var.

Málalyktir

Susönu var ljóst að samninga var þörf svo hún héldi líftórunni. Í janúar 2005 játaði hún sig seka um morðin á Wamsley-hjónunum. Hún samdi við ákæruvaldið um að vitna gegn Andrew og Chelsea og tókst þannig að næla sér í lífstíðarfangelsi í stað dauðadóms.

Réttarhöld yfir Chelsea hófust í maí 2005. Hún var talin „ógn við samfélagið“ og lagði kviðdómur framburð Susönu og samfanga Chelsea til grundvallar þegar örlög hennar voru ákveðin. Eftir rétt rúmlega tveggja tíma íhugun varð niðurstaðan dauðadómur.

Réttað var yfir Andrew árið 2006. Einhverra hluta vegna var hann ekki talinn „ógn við samfélagið“. Hann fékk lífstíðardóm og getur sótt um reynslulausn árið 2044.
Hilario Cardenas játaði sína aðild að málinu og fékk fyrir vikið 50 ára dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin