fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025

Nýgiftur auðkýfingur fékk áfall: Brúðurin reyndist vera afabarnið hans

Fannst konan kunnugleg við fyrstu kynni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. október 2016 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig greip yfirþyrmandi örvænting,“ segir 24 ára gömul kona sem grunlaus komst að því að hún hefði gifst afa sínum. Afinn, sem er tvífráskilin, komst í álnir þegar hann vann nokkrar milljónir dollara í lottói árið 2011. =Independent greinir frá þessuhttp://www.independent.co.uk/news/world/americas/florida-millionaire-married-granddaughter-terrible-shock-a7341906.html).

Konan hitti manninn, afa sinn, á stefnumótasíðu á netinu, en hún hefur starfað sem erótískur dansari í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum. Konan hefur glímt við erfiðleika eftir að hafa verið vikið af heimili foreldra sinna sem unglingur – í kjölfar óléttu.

Þau byrjuðu að hittast og ákváðu einhverju síðar að ganga í það heilaga. Independent segir að afinn hafi fengið „hræðilegt áfall“ þegar hann komst að því að hann hafði fyrir mistök kvænst afabarni sínu.

Þau búa saman í Miami en giftu sig fyrir þremur mánuðum. Þau komust að hinu sanna þegar þau voru að skoða fjölskyldumyndaalbúm mannsins, að því er Florida Sun Post sagði fyrst frá.

Í myndaalbúminu var að finna myndir af börnum mannsins úr sínu fyrsta hjónabandi, en hann hefur ekki haldið sambandi við þau. Konan hans, sú 24 ára gamla, rak þá augun í að pabbi hennar var á einni myndanna.
Sá gamli viðurkennir að honum hafi fundist konan kunnugleg þegar hann sá fyrst myndir af henni á stefnumótasíðunni. En hann kom ekki fyrir sig hvar hann ætti að hafa séð hana áður. „Þetta var eins og deja vu, en á þeim tíma kveikti ég ekki á perunni.“

Þrátt fyrir að svona sé í pottinn búið hefur parið engin áform um að slíta hjónabandinu. „Ef við hefðum aldrei komist að þessu þá hefðum við farið hamingjusöm út í lífið. Það að við séum skyld ætti ekki að breyta því,“ er haft eftir manninum.

Ekki fylgir sögunni hvað pabba konunnar, syni mannsins, finnst um ráðahaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur