fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025

Nýgiftur auðkýfingur fékk áfall: Brúðurin reyndist vera afabarnið hans

Fannst konan kunnugleg við fyrstu kynni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. október 2016 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig greip yfirþyrmandi örvænting,“ segir 24 ára gömul kona sem grunlaus komst að því að hún hefði gifst afa sínum. Afinn, sem er tvífráskilin, komst í álnir þegar hann vann nokkrar milljónir dollara í lottói árið 2011. =Independent greinir frá þessuhttp://www.independent.co.uk/news/world/americas/florida-millionaire-married-granddaughter-terrible-shock-a7341906.html).

Konan hitti manninn, afa sinn, á stefnumótasíðu á netinu, en hún hefur starfað sem erótískur dansari í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum. Konan hefur glímt við erfiðleika eftir að hafa verið vikið af heimili foreldra sinna sem unglingur – í kjölfar óléttu.

Þau byrjuðu að hittast og ákváðu einhverju síðar að ganga í það heilaga. Independent segir að afinn hafi fengið „hræðilegt áfall“ þegar hann komst að því að hann hafði fyrir mistök kvænst afabarni sínu.

Þau búa saman í Miami en giftu sig fyrir þremur mánuðum. Þau komust að hinu sanna þegar þau voru að skoða fjölskyldumyndaalbúm mannsins, að því er Florida Sun Post sagði fyrst frá.

Í myndaalbúminu var að finna myndir af börnum mannsins úr sínu fyrsta hjónabandi, en hann hefur ekki haldið sambandi við þau. Konan hans, sú 24 ára gamla, rak þá augun í að pabbi hennar var á einni myndanna.
Sá gamli viðurkennir að honum hafi fundist konan kunnugleg þegar hann sá fyrst myndir af henni á stefnumótasíðunni. En hann kom ekki fyrir sig hvar hann ætti að hafa séð hana áður. „Þetta var eins og deja vu, en á þeim tíma kveikti ég ekki á perunni.“

Þrátt fyrir að svona sé í pottinn búið hefur parið engin áform um að slíta hjónabandinu. „Ef við hefðum aldrei komist að þessu þá hefðum við farið hamingjusöm út í lífið. Það að við séum skyld ætti ekki að breyta því,“ er haft eftir manninum.

Ekki fylgir sögunni hvað pabba konunnar, syni mannsins, finnst um ráðahaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“