fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Eiginkonan framdi hinn fullkomna glæp: Líkið fannst 18 árum síðar – viku eftir að hún dó

John Sabine hvarf árið 1997 – Eiginkonan sagði hann hafa stungið af – Sannleikurinn kom í ljós löngu síðar

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins ömurlega og það hljómar tókst Leigh Ann Sabine að fremja hinn fullkomna glæp árið 1997. Eiginmaður hennar, John, hvarf sporlaust það ár og þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu og annarra spurðist ekkert til hans aftur fyrr en 18 árum síðar.

Ófögur sjón blasti við

Það var svo í október í fyrra að Leigh Ann þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við krabbamein. Þegar farið var að hreinsa til á heimili hennar komst dularfullur pakki í leitirnar og blasti ófögur sjón þegar pakkinn, sem samanstöð af fjölmörgum lögum af bygginga- og málningarplasti, var opnaður. Þar var kominn fram John, eða öllu heldur lík hans.

Vissi af beinagrindinni

Niðurstaða réttarrannsóknar vegna dauða Johns liggur nú fyrir. Samkvæmt henni myrti Leigh Ann eiginmann sinn með því að berja hann í höfuðið með barefli. Það var vinkona Leigh Anne sem opnaði pakkann, en Leigh Ann hafði sagt henni að í honum væri gömul beinagrind sem henni hafði áskotnast þegar hún var í hjúkrunarnámi. Hún kvaðst ekki vita hvort um væri að ræða alvöru beinagrind. Það fór þó ekkert á milli mála þegar pokinn var opnaður.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar ýjaði Leigh Ann að því í nokkur skipti að hún hefði orðið eiginmanni sínum að bana. Vinir hennar trúðu henni þó ekki og töldu hana vera að grínast.

Tók við eftirlaununum

Eftir að John Sabine, sem starfaði sem bókhaldari, hvarf hélt Leigh Ann áfram að innheimta eftirlaun hans, en John var 67 ára þegar hann hvarf. Rannsókn á líkamsleifum Johns leiddu í ljós að hann hafði verið myrtur og allar líkur væru á því að Leigh Ann hefði verið að verki. Að minnsta kosti beinast spjótin ekki að neinum öðrum og það liggur fyrir að Leigh Ann sagði ósatt um það sem var í pakkanum.

John og Leigh Ann voru búsett í Beddau í Suður-Wales og bjuggu um tíma í Nýja-Sjálandi þar sem þau eignuðust fimm börn. Þau fluttu aftur til Bretlands en börn þeirra urðu eftir á Nýja-Sjálandi.

„Út af líkinu í pokanum“

Margt athyglisvert kom fram við réttarrannsóknina. Hárgreiðslukona Leigh Ann bar meðal annars vitni. Hún sagði að Leigh Ann hafi fullyrt skömmu fyrir andlát sitt að um hana ætti eftir að verða talað. Þegar hárgreiðslukonan spurði af hverju á Leigh Ann að hafa svara: „Út af líkinu í pokanum.“

Eftir að John hvarf árið 1997 sagði Leigh Ann að hann hafi látið sig hverfa. Hann hefði verið drykkfelldur og mikið fyrir að gefa öðrum konum undir fótinn. Í niðurstöðu réttarrannsóknarinnar kemur fram að aldrei verði hægt að vita hvað átti sér stað daginn örlagaríka þegar John lést. Enginn vafi leiki þó á því að honum hafði verið ráðinn bani. Leigh Ann lést sem fyrr segir í október af völdum heilaæxlis sem hún greindist með. Lík Johns fannst svo nokkrum dögum eftir að hún lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“