fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Urðu að flytja vegna áritaðrar knattspyrnutreyju

Hótanirnar urðu fleiri og alvarlegri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2016 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda fimm ára gamals drengs, Murtaza Ahmadi, sem fékk áritaða knattspyrnutreyju frá fótboltakappanum Lionel Messi hefur neyðst til að yfirgefa Afganistan í kjölfar ítrekaðra hótanna, að sögn föður drengsins, Mohammad Arif Ahmadi.

Hinn ungi Murtaza birtist á forsíðum dagblaða eftir að hafa verið myndaður í keppnistreyju Argentínu, sem búin var til úr plastpoka. Í kjölfarið sendi Messi drengnum keppnistreyju sem einnig var árituð.

Mohammed, faðir drengsins, sagði fjölskylduna hafa flutt til borgarinnar Quetta í Pakistan í leit að betra lífi. Fyrst settist fjölskyldan að í höfuðborg Pakistan, Islamabad, en hár kostnaður setti strik í reikninginn.

„Lífið varð hörmung fyrir okkur,“ sagði Mohammed í samtali við The Guardian. Einnig sagði hann fjölskylduna ekki vilja yfirgefa Afganistan, en hótanirnar sem þau fengju væru alltaf að verða fleiri og alvarlegri.

Faðirinn greindir frá því að hann væri hræddur um að Murtaza yrði rænt eftir að myndir höfðu birst af honum í heimagerðu Messi treyjunni.

Afganska knattspyrnusambandið lofaði því að Murtaza og Messi fengju að hittast á vegum UNICEF þar sem Messi er eitt helsta andlit samtakanna. Þeir hafa ekki enn hist.

Faðir drengsins sagði í samtali við The Guardian að Murtaza vonist enn til þess að geta hitt hetjuna sína, Lionel Messi, besta knattspyrnumann heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“