fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Leiðari

Maxa kreditkortið og skipta greiðslum út í hið óendanlega – Allt í nafni sparnaðar og hagræðingar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2020 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekkert sérstaklega fjármálalæs, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir foreldra minna til að reyna að berja það inn í höfuðið á mér. Ég bý samt yfir ákveðinni lágmarksþekkingu; að eyða ekki umfram efni (eða reyna það allavega), ekki skuldsetja mig upp í topp og sníða stakk eftir vexti. Draga saman seglin þegar á reynir og velja tímapunktinn mjög vel þegar ég ákveð að þenja þau lítillega út.

Mikil áhersla í uppeldinu á að spara fyrir því sem maður vill eignast hefur nýst mér vel. Ég safnaði mér fyrir fyrsta sjónvarpinu, fyrsta bílnum, nokkurra mánaða Evrópureisu. Þetta hef ég reynt að innprenta mínum börnum og var mjög hreykin af mér á dögunum þegar næstyngsta barnið, 10 ára, keypti „loksins“ sinn fyrsta síma sem það hafði safnað fyrir alveg sjálft. Ég var enn hreyknari af barninu því það er staðreynd að þegar maður þarf að eyða peningum sem maður hefur unnið fyrir og safnað, jafnvel í mörg ár eins og í þessu tilviki, verða hlutirnir sem maður eyðir þeim í dýrmætari.

Svo má ekki gleyma gömlu, góðu reglunni sem móðir mín básúnaði sí og æ þegar komu útsölur – að maður sparar ekkert með því að eyða peningum. Maður getur vissulega gert kjarakaup og fengið óþarfa hluti ódýrari en ella. Það finnst hins vegar enginn sparnaður í svoleiðis gjörningi.

Í ljósi þessara lífslexía, sem ekki aðeins foreldrar mínir hafa tileinkað sér heldur einnig fremstu sparnaðarráðgjafar, þá hef ég illan bifur á þeirri röksemdafærslu Landsbankans að það að eyða tæpum tólf milljörðum í steinsteypu sé sparnaður. Það tekur bankann samt rúma tvo áratugi að borga upp nýjar höfuðstöðvar sínar á dýrustu lóð landsins en samt er þetta sett undir hatt hagræðingar og sparnaðar. Eins og við almúginn séum slefandi hálfvitar og kaupum þessa vitleysu.

Ekki er langt síðan Landsbankinn blés til umfangsmikillar auglýsingaherferðar undir formerkjunum Ungt fólk og peningar. Herferðin snerist um sparnað. Andlit herferðarinnar var námsmaður með takmarkaðar tekjur en fjögurra milljóna króna úr á úlnliðnum. Ætli það hafi ekki verið sama hugmyndafræði og með steinsteypuna? Námsmaðurinn hefur kannski átt eldgamalt úr sem gekk ekki nógu vel með þeim afleiðingum að hann var alltaf of seinn. Því hafi hann sparað mörg hundruð þúsund með því að kaupa sér almennilegt úr frá úraframleiðanda sem er heimsþekktur fyrir rándýr úr. Verður samt einhver ár að borga það upp. Skítlúkkar samt. Stöðutákn.

Þetta eru skilaboðin sem einn af stóru bönkunum á Íslandi sendir. Við eigum að skuldsetja okkur upp í topp, kaupa hluti sem við höfum ekki efni á og spara með því að halda ímyndinni tipp topp. Kaupa okkur Range Rover, smella á okkur Rolex-úri og kaupa íbúð á dýrasta bletti bæjarins. Borða þriggja rétta máltíð á hverju kvöldi. Fara fimm sinnum til útlanda á ári. Maxa kreditkortið og skipta greiðslum út í hið óendanlega. Allt í nafni sparnaðar og hagræðingar.

Minnir þetta okkur nokkuð á eitthvað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir