fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Grín í Reykjanesbæ gegn Ólafi Helga lögreglustjóra – „Sætur og sexý“ – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 14:34

Mynd aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar starfsmenn hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum mættu til vinnu í morgun fjarlægðu þeir pappaspjald sem komið hafði verið fyrir utan bygginguna. Ómögulegt er að skilja áletunina á spjaldinu öðruvísi en sem grín beint gegn lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Ólafi Helga Kjartansyni. Hann hefur verið í fréttum undanfarið 0g RÚV sagði frá því að kvartanir starfsmanna gegn honum beindust meðal annars að klámfengnum texta sem hann hefði prentað út úr prentara á skrifstofu embættisins og þeirrar venju hans að hafa fataskipti fyrir framan aðra á skrifstofu sinni.

Ólafur Helgi er hins vegar ekki sýslumaður í Reykjanesbæ og lögreglan á Suðurnesjum er ekki staðsett í þessu húsi. „Þetta hefur ekkert með okkur að gera,“ sagði starfsmaður hjá Sýslumannsembættinu sem DV hafði samband við en viðkomandi aðili kannaðist við pappaspjaldið og hafði það verið fjarlægt í morgun.

Aðsend mynd

Samsvarandi pappaspjald var sett upp við umferðargötu í Reykjanesbæ.

Ólafur Helgi var um skeið sýslumaður á Selfossi. Hann gegnir núna embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum en fréttir herma að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vilji flytja hann í samsvarandi embætti í Vestmannaeyjum.

UPPFÆRT

Aðilar sem segjast bera ábyrgð á uppátækinu þvertaka fyrir að um misskilning sé að ræða. Spjöldunum hafi verið komið fyrir á þeim stöðum þar sem þau áttu að vera. Þeim sé fullkunnugt um að Ólafur sé ekki sýslumaður á Suðurnesjum.

Um er að ræða félagsskapinn Skiltakarlarnir en þeir eru með Facebook-síðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina