fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

Maríu brugðið eftir göngu á Helgafell: „Þarna voru typpamyndir sem sýnir nú bara þroskastigið“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Elíasdóttir birti myndir á Facebook-síðu sinni þar sem sést að unnar hafa verið skemmdir á Helgafelli í Hafnarfirði.

Helgafell er vinsælt meðal göngugarpa. Þangað leggja leið sína margir Hafnfirðingar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins í frítíma sínum, en fellið þykir ekki erfitt uppgöngu.

María lýsir óánægju sinni með verknaðinn í samtali við DV, en hún segist vera tíður gestur á fellið. Hún bendir á að skemmdarverkin séu nýleg.

Vonast til að þetta komist til gerandanna

„Maður er bara pínu sjokkeruð að sjá þetta, þar sem mikið hefur verið fjallað um svona mál,“ segir María sem telur verkið sé ekki bara eftir einn einstakling „Það er eins og að hér hafi verið hópur að verki, þar sem þetta er heilmikil vinna,“

„Ég setti þetta bara inn í þeirri von um að þetta myndi berast til þeirra sem gerðu þetta og þeir myndu átta sig á því að þetta er ekki í lagi,“

„Þetta er í raun bara barnaskapur, manni dettur í hug að þeir sem hafi gert þetta séu ekkert endilega komin með bílpróf,“ segir María og bætir við: „Þarna voru líka einhverjar typpamyndir sem sýnir nú bara þroskastigið.“

Fleiri gætu gert svipuð skemmdarverk

„Manni finnst svo sorglegt að svona sé enn þá að gerast og fólk gæti farið að halda að þetta sé í lagi, sérstaklega ef hingað kæmu útlendingar sem fyndist sniðugt að setja nafnið sitt líka.“

María telur að það muni líklega taka langan tíma fyrir krotið að hverfa. „Þetta er sandsteinn, hann er mjög gljúpur og þess vegna er hægt að krassa svona í hann. Það er mögulega hægt að gera eitthvað í þessu, en þá kemur öðruvísi áferð og það tekur örugglega fjöldamörg ár fyrir þetta að veðrast og verða aftur eins og þetta var.“

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af skemmdarverkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hraðbankamálið: Segir það ekki næga sönnun að skjólstæðingur hans kunni á gröfu

Hraðbankamálið: Segir það ekki næga sönnun að skjólstæðingur hans kunni á gröfu