Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi nýja skýrslu Gylfa Zoega prófessors í hagfræði, í þættinum. Í skýrslunni kemur fram að við gerð kjarasamninga í haust verði að taka tillit til fleiri þátta en hversu margar krónur eru í launaumslaginu. Þar má nefna húsnæðiskostnað, frítíma og vaxtastig. Í skýrslunni segir að svigrúm til launahækkana sé 4%. Það er þessi tala sem Sólveig segir að láglaunahópar eigi ekki að sætta sig við.
Katrín sagði einnig að breyta þurfi skattkerfinu og vill hún láta skoða samspil barnabóta, húsnæðisstuðnings og hvernig sé hægt að tryggja að skattbyrðinni sé dreift. Breytingar þurfi að gagnast tekjulágu fólki sérstaklega.