fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir að láglaunafólk eigi ekki að sætta sig við 4% launahækkun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 07:57

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í Kastljósi í gærkvöldi að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi loforð um að aðgerðir á húsnæðismarkaðnum verði uppfyllt, hugsanlega með lagasetningu. Hún sagði einnig að láglaunastéttir eigi ekki að sætta sig við 4% launahækkun í næstu kjarasamningum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi nýja skýrslu Gylfa Zoega prófessors í hagfræði, í þættinum. Í skýrslunni kemur fram að við gerð kjarasamninga í haust verði að taka tillit til fleiri þátta en hversu margar krónur eru í launaumslaginu. Þar má nefna húsnæðiskostnað, frítíma og vaxtastig. Í skýrslunni segir að svigrúm til launahækkana sé 4%. Það er þessi tala sem Sólveig segir að láglaunahópar eigi ekki að sætta sig við.

Katrín sagði einnig að breyta þurfi skattkerfinu og vill hún láta skoða samspil barnabóta, húsnæðisstuðnings og hvernig sé hægt að tryggja að skattbyrðinni sé dreift. Breytingar þurfi að gagnast tekjulágu fólki sérstaklega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“