fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Birgir dæmdur: Þjófóttur barnaníðingur sleppur við fangelsisvist

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 09:35

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Brynjarsson hefur enn á ný verið dæmdu fyrir þjónað, nú í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Birgir á að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir kynferðisbrot gegn barni. Auk þess hefur hann ítrekað frá aldarmótum hlotið dóm fyrir þjófnað.

Birgir var dæmdur fyrir að hafa stolið matvöru, drykkjum og uppþvottalög að verðmæti tæplega þrjátíu þúsund í Krónunni árið 2016. Samkvæmt dómi þá tók Birgir innkaupakerru, setti í hana umræddar vörur og gekk svo fram hjá afgreiðslukössum og út úr versluninni án þess að greiða.

Birgir neitaði fyrst að tjá sig um málið en við aðalmeðferð var myndband af honum sýnt og þá kannaðist hann við sjálfan sig. Hann sagðist ekki hafa greitt fyrir vöruna en væri búinn að því nú. Hann neitaði því þó að þetta hafi verið þjófnaður þar sem hann hafi verið utan við sig vegna áhrifa verkjalyfja. Dómari samþykkti að hluta að þetta hafi ekki verið þjófnaður, þar sem engin leynd var yfir verknaðinum. Þetta væri hins vegar gripdeild og var hann því dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi.

Líkt og fyrr segir hefur Birgir ítrekað hlotið dóm fyrir þjófnað, til að mynda árið 2008 þegar hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þjófnað á vörum fyrir alls tvær milljónir krónur. Þar áður hafði hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa