fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026

Ja-ja ding dong

Svarthöfði
Laugardaginn 11. júlí 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jæja nú er það svart. Eins og 2020 hafi ekki lagt nægar áskoranir fyrir Svarthöfða heldur þarf núna að ráðast með beinum hætti á geðheilsuna. Útbrunninn bandarískur leikari ákvað að blása lífi í glæður ferils síns með því að gera kvikmynd um óskabarn Evrópu, Eurovision, og ekki nóg með það heldur þurfti hann að setja Ísland þar í aðalhlutverk og gera þar grimmt grín af tónlistarsmekk okkar.

Bein móðgun 

Jaja-ding-dong-lagið er bein móðgun við alla Íslendinga, en það er svo helvíti grípandi að manni rann reiðin nánast eins og skot. Þar til maður mætti aftur í vinnuna og mátti taka þar einn stakan andardrátt áður en einhver velviljandi kollegi hafði rölt fram hjá syngjandi lagið og Svarthöfði fékk það aftur á heilann.

Svarthöfði mun finna Will Ferrel og sýna honum hvar Íslendingar kaupa ölið. Þar sem Svarthöfði hefur nú eytt tveimur vikum með þetta bölvaða stef á heilanum var það ófyrirbyggjandi að lagið færi að lita hversdaginn hjá honum. Nú sér Svarthöfði Jaja-ding-dong í hverju horni. Þetta lag, sem hefur alla burði til að verða næsta Nína, getur átt við svo merkilega margt. Svarthöfði er jafnvel ekki frá því að þetta stef gæti verið þemalag þjóðfélagsins í dag. Hér eru margir bara búnir að ja-ja-ding-dong-a sig í hel.

Kári fær nóg

Til dæmis er ríkisstjórnin að mati Svarthöfða búin að ja-ja-ding-donga rækilega í brækurnar. Í vikunni náði ríkisstjórnin að flæma Kára fokkin‘ Stefáns út úr COVID-19 bröltinu. Kári er ekki týpan til að bjóða fram hinn vangann þegar honum er misboðið. Hann fékk bara nóg, greip sinn staf og hatt og fór aftur í dagvinnuna að venju

Þá voru góð ráð dýr hjá ríkisstjórninni. Hvað gerir Ísland án Kára? Nú auðvitað fór fólk þá fyrst að pæla almennilega í þessari skimun á landamærunum. Þó fóru málsmetandi menn að stíga fram og segja að skimun væri bara bull og bruðl og henni ætti alfarið að sleppa. Er þetta samsæri því ríkisstjórnin tímir ekki að greiða fyrri skimunina úr eigin vasa? Eða er þetta merki um að ráðist var í skimun án þess að hugsa það alveg í gegn. Hvílíkt ja-ja-ding dong.

Tjúttað í heimahúsum

Svo eru það blessuðu skemmtistaðirnir sem verða að loka 23.00 út af sóttvörnum. Aldrei í lífi sínu hefur Svarthöfði vitað um jafn mikið af heimapartýum í borginni. Svarthöfðum sem kunna vel að meta heilaga helgarhvíldina til lítillar gleði. Er minni smithætta í heimahúsum? Ja-ja-fokkin-ding-dong.

Fyrir Ísland

Kæra ríkisstjórn. Svarthöfði skilur að COVID er ofsalega leiðinlegt basl sem var ómögulegt að undirbúa sig undir, og hann veit að þið eruð vinstri-hægri-hókí-pókí stjórn sem á erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut sem leiðir til frekar pínlegrar ákvarðanafælni, en girðið ykkur samt í brók og hagið ykkur eins og vel þenkjandi einstaklingar. Fyrir Ísland!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Tottenham arkar út á markaðinn vegna meiðsla á miðsvæðinu

Tottenham arkar út á markaðinn vegna meiðsla á miðsvæðinu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Vilja kaupa ungan sóknarmann City eftir komu Semenyo þangað

Vilja kaupa ungan sóknarmann City eftir komu Semenyo þangað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Wirtz skoraði þegar Liverpool flaug áfram í næstu umferð – Erfitt verkefni bíður þeirra

Wirtz skoraði þegar Liverpool flaug áfram í næstu umferð – Erfitt verkefni bíður þeirra
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Musk ætlar að krefjast fullrar forsjár sonar síns vegna afsökunarbeiðni barnsmóðurinnar

Musk ætlar að krefjast fullrar forsjár sonar síns vegna afsökunarbeiðni barnsmóðurinnar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Öryggismiðstöðin stefnir fyrrverandi viðskiptavini – Hafa ekki skilað öryggiskerfinu

Öryggismiðstöðin stefnir fyrrverandi viðskiptavini – Hafa ekki skilað öryggiskerfinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tottenham stekkur til og eru að klára kaup á Gallagher

Tottenham stekkur til og eru að klára kaup á Gallagher
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Naskir Eyjamenn gerðu vel um helgina og unnu sér inn rúma milljón

Naskir Eyjamenn gerðu vel um helgina og unnu sér inn rúma milljón
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu