fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Fugl í búri – „Ó, aumingja Svarthöfði. Mikið er hans böl“

Svarthöfði
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er myrkur og það er frost. Svarthöfði situr í eldhúsinu og horfir á raka safnast saman á eldhúsrúðunni og breytast í poll. Hann veit að hann ætti að opna gluggann og lofta út, en til hvers? Hvers vegna ætti loftið hér inni að fá að verða ferskara heldur en loftið í samfélaginu í dag?

Við erum öll lokuð inni eins og þessi raki. Samfélagið frosið, horfurnar myrkur. Í nótt fékk Svarthöfði martröð. Þórólfur Guðnason var að elta Svarthöfða á Mýrdalssandi með sína ísköldu hlekki. Vildi hann hafa bíllyklana af Svarthöfða svo að Svarthöfði væri enn meira innilokaður í lífinu.

Svarthöfði hrökk upp með andfælum og þurfti í snatri að þurrka burt eitt eilífðar smátár áður en frúin sá til hans.

Bankinn er að hækka vexti. Óvissa á vinnumarkaði heldur mörgum andvaka. Ofan á þetta er farið að dimma og frysta. Ísköldu hlekkir veirunnar hafa tjóðrað okkur föst. Og það er ekkert spennandi í sjónvarpinu.

Það er auðvelt að liggja undir sæng og velta sér upp úr sjálfsvorkunninni. Allt sem við áður höfðum sem hefur verið tekið af okkur. Frelsið fótum troðið og efnahagurinn myrtur úr launsátri veirunnar.

Svarthöfði hefði í venjulegu árferði verið farinn á eyðslufyllerí í útlöndum til að slaka á og undirbúa jólin. En ekki í ár. Svarthöfði er lítill fugl í búri og enginn veit hvar lyklarnir eru.

Ó, aumingja Svarthöfði. Mikið er hans böl.

Svarthöfði fær sér annan sopa af rótsterku togarakaffinu. Nei, nú er komið gott af þessu væli. Nú er bóluefni fram undan. Nú er tíminn til að horfa fram á við og byrja að hlakka til. Ekki til jólanna heldur til þess að lifa eðlilegu lífi aftur.

Kannski ekki alveg eðlilegu samt. Kannski núna með því að missa hluta af frelsi sínu getur Svarthöfði lært að meta það betur þegar hann fær það til baka

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segja þeir víst. Það er þó hægt að gleðjast yfir því að hér hefur frelsið ekki tapast fyrir fullt og allt. Við þurftum bara aðeins að líta af því til að leyfa fullorðna fólkinu að taka ákvarðanir fyrir okkur því við vorum of upptekin af sjálfum okkur til að gera það sjálf. Eins og páfagaukar að rífast við eigin spegilmynd.

Kannski var draumur Svarthöfða ekkert martröð. Kannski var þetta bara birtingarmynd af því hvað Svarthöfði á erfitt með að hafa ekki stjórn á eigin lífi. Að þurfa að rétta öðrum bíllyklana. Það er aldrei auðvelt að vera farþegamegin í eigin lífi. En það kennir manni kannski að kunna betur að meta þau forréttindi að fá að keyra.

Við geymum jú fugla í búri svo þeir fari sér ekki að voða. Svarthöfði þarf bara að einbeita sér að því að vera þolinmóður og reyta ekki af sér flugfjaðrirnar í einhverju sjálfsvorkunnarkasti. Því sá dagur nálgast óðfluga að hann fái að hefja sig til flugs að nýju

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar