fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 03:25

Sergei Shoigu, fyrrumvarnarmálaráðherra, og Pútín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdhafarnir í Kreml standa nú frammi fyrir mestu breytingunum síðustu 25 ár. Vladímír Pútín, forseti, þarf að þræða ákveðinn jafnvægisstíg á milli valdahópa, sem takast á um völdin á bak við tjöldin, án þess að gefa eftir af völdum sínum.

Pútín hefur aldrei farið leynt með nostalgíska aðdáun sína á rússneska heimsveldinu og hinum einráðum zörum sem stýrðu landinu harðri hendi.

Á þeim rúmu 25 árum, sem Pútín hefur ráðið ríkjum í Rússlandi, hefur honum tekist að tryggja sér völd sem sæma keisara eða zar. Það er óralangt síðan einhver hefur þorað að skora hann á hólm á hinu pólitíska sviði í Moskvu. Allir þekktir stjórnmálamenn og fólk úr menningarlífinu hyllir einræðisherrann í ríkisfjölmiðlunum en gagnrýnendur hans eru í fangabúðum, útlegð eða horfnir af yfirborði jarðar (margir þeirra létust á dularfullan hátt).

Pútín er umvafinn hirð sinni þar sem hinir ýmsu aðilar og hópar takast á innbyrðis og keppast um hylli forsetans. En eitt er þó öðruvísi en á tímum zaranna, því enginn eiginlegur arftaki er til staðar, einhver sem Pútín getur afhent völdin.

Vangaveltur um mögulegan arftaka Pútíns hafa auðvitað átt sér stað í gegnum árin en hafa að mestu lognast út af eftir því sem rússneska elítan hefur áttað sig á að Pútín mun sitja í embætti þar til hann verður borinn út úr Kreml.

Þar sem enginn arftaki er til staðar hafa hinir ýmsu leikendur, sem eru í innsta hring Pútíns, stillt sínum eigin erfingjum upp. Má þar nefna að synir tveggja af nánustu samstarfsmönnum Pútíns eru í valdamiklum embættum innan ríkisstjórnarinnar. Þetta eru synir Nikolai Patrusev og Juri Kovaltiuk. Öðrum valdamönnum hefur einnig tekist að koma börnum sínum fyrir í mikilvægum stöðum.

Mikhail Zygar, rússneskur blaðamaður í útlegð, segir í nýrri skýrslu frá hugveitunni Atlantic Council að Rússland líkist í vaxandi mæli lénsríki þar sem völdin erfast niður á við á öllum valdastigum.

Það sem hefur vakið einna mesta athygli á síðustu árum eru vaxandi áhrif fjölskyldu Pútíns. Dætur hans, Maria Vorontsova og Katerina Tikhonova, eru smám saman að hasla sér völl á hinum opinbera sviði og vilja ekki lengur standa í skugga föður síns að sögn Zygar. Hann sagði þær hafa sín eigin markmið og metnað.

Anna Tsivileva og Sergei Tsivilev, frænka Pútíns og eiginmaður hennar, gegna embættum aðstoðarvarnarmálaráðherra og orkumálaráðherra.

Þegar Pútín komst til valda 2000 tók hann heila kynslóð stjórnmálamanna, fæddum á fyrri helmingi sjötta áratugarins, með sér. Þeir ólust upp í Sovétríkjunum og eru að mörgu leyti mótaðir af því. Í rúma tvo áratugi hafa þeir mótað rússnesk stjórnmál og hafa ásamt Pútín horfið frá nokkuð frjálslyndri stefnu yfir í núverandi þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu.

En þessi kynslóð er kominn á eftirlaunaaldurinn og getur auðvitað ekki setið við kjötkatlana að eilífu. Af þeim sökum stendur Pútín frammi fyrir erfiðu vali. Zygar benti á að hann þurfi að losa sig við þessa gömlu félaga sína. Fyrstu merkin um það sáust vorið 2024 þegar Pútín flutti tvo trygga stuðningsmenn sína til. Nikolai Patrusiev, sem var ritari öryggisráðs Pútíns, var gerður að yfirmanni skipasmíði í landinu en Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, fékk ritarastöðu Patrusiev.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“