fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Norsk tré bera merki óhugnanlegrar fortíðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 05:22

Norskur skógur. Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leikur enginn vafi á að stríð setja mark sitt á umhverfi sitt og sögu okkar. Flest þessara spora sjást fljótlega en það var fyrst nýlega, rúmlega 70 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, sem spor eftir óhugnanlega fortíð fundust í norskum trjám.

BBC skýrir frá þessu. Þar kemur fram að í síðari heimsstyrjöldinni hafi stærsta herskip Þjóðverja, Tirpitz, verið staðsett við Noreg til að hræða Bandamenn frá því að ráðast til atlögu við þýska hernámsliðið í landinu. Skipið lá oft í fjörðum landsins og til að fela það fyrir Bandamönnum var gasi dælt út í kringum það svo það sást illa eða ekki.

Nú hafa vísindamenn komist að því að þetta gas hafði allt annað en góð áhrif á tré í nágrenni við legustaði skipsins. Claudia Hartl, hjá Johannes Gutenberg háskólanum, sagði í samtali við BBC að það sé mjög áhugavert að áhrif gassins sjáist enn í skógum í norðurhluta Noregs rúmlega 70 árum eftir að gasið var notað. Þjóðverjar hafi notað gas og hugsanlega önnur efni víðar í Evrópu og þar sé hugsanlega hægt að finna svipuð ummerki.

Hún uppgötvaði áhrif gassins á trén þegar hún vann að loftslagsrannsóknum í Kåfjord í Norður-Noregi. Tjón á trjánum og lítill vöxtur þeirra var eitthvað sem ekki var hægt að rekja til kulda eða skordýra. Árhringir trjánna segja sögu þeirra og þannig gat Hartl séð lífshlaup þeirra. Eitt tré hafði til dæmis ekki vaxið neitt í 9 ár og síðan tók það tréð 30 ár að ná eðlilegum vexti á nýjan leik.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Geophysical Research Abstracts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp