fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. janúar 2026 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í gær hefur Guðmundur Ingi Kristinsson ákveðið að segja af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra. Inga Sæland mun taka við því embætti og mun Ragnar Þór Ingólfsson setjast í stól félags- og húsnæðismálaráðherra.

Þó nokkuð hefur verið rætt og ritað um þessar breytingar á Facebook og fóru fjörugar umræður fram undir færslu sem blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson skrifaði.

Í færslu sinni velti Jakob því upp hvað hefði breyst frá því að Guðmundur Ingi skrifaði færslu á gamlársdag. Í henni sagðist Guðmundur Ingi horfa bjartsýnn til komandi tíma og sagðist hlakka til að mæta aftur til starfa eftir að hafa náð sér eftir hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir skömmu.

Margir gagnrýndu Jakob fyrir að velta þessu upp og bentu á að Guðmundur Ingi hefði gengist undir stóra og flókna aðgerð og þyrfti tíma til að jafna sig.

„Heyrðu, góð spurning, ég fletti þessu upp og komst að því að… hédnah……það komi þér bara ekkert við,” sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata.

„Breyttist eitthvað? Hann nefndi ekki ráðuneytið í fyrri yfirlýsingunni (sjálfsagt viljandi), bara að hann kæmi aftur til starfa,“ sagði Bergsteinn Sigurðsson þáttastjórnandi hjá RÚV.

„Aðgerðin tókst afar vel og hann hlakkar til að mæta aftur til starfa!? Þetta er ekki hægt að skilja öðru vísi en það sé til þeirra starfa sem hann fór frá,“ svaraði Jakob Bjarnar.

Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi þjóðarinnar, lagði einnig orð í belg við færsluna og sagði meðal annars:

„Mér finnst engin ástæða að vera að skrifa svona statusa akkúrat nú. Maðurinn réði augljóslega ekki við það embætti sem honum var falið. Til þess hafði hann hvorki faglega burði né – eins og nú hefur sýnt sig – líkamlega heilsu. Svona störf eru óhemju krefjandi og ekki fyrir aðra en menn með fulla og óskerta starfskrafta.“

Jón Viðar bætti svo við að honum hefði ekki líkað meðferðin á Guðmundi Inga í Skaupinu á gamlárskvöld.

„Og eitt enn jú – úr því ég er farinn af stað – árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar. Hreinn óþverraháttur, ekkert annað. Ef RÚV hefði útvarpsstjóra þá hefði hann átt að ritskoða það og kippa því út. En RÚV er sem stendur stjórn – og stefnulaust eins og blasir við alþjóð á hverjum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð