fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 18:30

Sveinn Óskar tekur undir með Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Óskar Sigurðsson, oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, tekur undir með Donald Trump Bandaríkjaforseta að „varnir Grænlands séu litlar sem engar“ og að eina vörn Grænlands frá Dönum séu „einn hundasleði.“

Fái Grænland sem borgun upp í kostnað

Þetta segir Sveinn Óskar í færslu á samfélagsmiðlum í tilefni af umræðu Kastljóss og Silfursins um öryggismál í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin á Norðurslóðum og hótana Trump að taka Grænland.

„Líkur eru á að Bandaríkin hafi átt í áralöngum trúnaðarviðræðum við Dani um Grænland, staðsetningu hátæknihergagna þar sem kallar á gífurlegar fjárfestingar Bandaríkjanna. Danir hafa greinilega, líklega án allrar vitundar Grænlendinga, beðið Bandaríkjamenn um meira en þeir vestra telja eðlilegt. Þetta hefur siglt í strand,“ segir Sveinn Óskar, sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi fyrir Miðflokkinn og situr sem varamaður í stjórn RÚV fyrir hönd hans. „Nú er komið að því að undirbúa varnir norðan við heimskautsbaug og víðar. Það mun kosta sitt. Upp í þann kostnað eru Bandaríkin tilbúin að taka Grænland,“ segir hann. Það er að Grænland sjálft sé eins konar borgun fyrir hernaðaruppbyggingu þar.

Íslendingar verði að treysta samskiptin við Bandaríkin

„Ef Bandaríkin ætla sér það þá munu þau gera það og skiptir litlu máli hvað kemur fram í Kastljósi RÚV eða hvað þá í Silfrinu. Flestir sem þar tjá sig vita um hvað er raunverulega í húfi. Á alvarlegu stigi hernaðar og varna er vaninn að almennu lögin víkja, þ.e. einnig alþjóðalög fyrir utan þau hugsanlega er varða hernað,“ segir Sveinn Óskar.

Segir hann mestu máli fyrir Íslendinga að „treysta samskipti okkar við Bandaríkin.“ Ísland hafi ekki efni á, getu eða styrk til annars.

Danir hafi valdið grænlenska lykkjumálinu

„Danir hafa í engu efni á öðrum hundasleða fyrir Grænlendinga svo vitnað sé í orð Donalds Trumps nýlega þar sem hann gat þess að eina vörn Grænlands frá Dönum er einn hundasleði, annað ekki,“ segir Sveinn Óskar. „Þetta líkingamál er líklega hárrétt hjá forseta Bandaríkjanna. Varnir Grænlands eru litlar sem engar. Slíkt er ekki í boði í dag. Danir munu aldrei viðurkenna það frekar en grænlenska lykkjumálið sem var allt í boði þeirra.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Barn með mislinga á Landspítalanum

Barn með mislinga á Landspítalanum
Fréttir
Í gær

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara