fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tækniráðstefnunni CES 2026 í Las Vegas kynna framleiðendur frá öllum heimshornum nýjungar sem munu móta framtíðina. Meðal þess eru vélmenni sem aðstoða við húsverkin, upprúllanleg sjónvörp, samanbrjótanleg spjaldtölva og snjall Lego kubbar.

Þá sýndi HP AI-lyklaborð með innbyggðri tölvu. Trausti Eiríksson vörustjóri PC lausna hjá tæknifyrirtækinu OK segir að lausnin hafi vakið mikla athygli. „Þessi lausn, EliteBoard G1a, eykur möguleika vinnustaða verulega þegar kemur að samsetningu tölvuflota.“

EliteBoard G1a er með AMD örgjörva og tryggir afköst á við hefðbundna fartölvu. Lyklaborðið vegur aðeins 750 gr og einkar auðvelt að taka með sér. Það er með Poly hljóðnema og innbyggða hátalara. Það tengist við skjá með einni snúru og veitir notendum hratt og örugglega aðgang að tölvuviðmóti án þess að þurfa að hafa eina staðlaða fartölvu.

„Eliteboard G1a er sérstaklega gagnlegt fyrir skrifstofur þar sem pláss er takmarkað, notendur sem tengja fartölvuna sína við skjá, en nýta sjaldnast skjáinn á tölvunni, fundarherbergi sem þarfnast tölvu á staðnum eða skrifstofur þar sem starfsfólk skiptir reglulega um sæti,“ segir Trausti.

„HP EliteBoard G1a markar sannarlega nýja tíma í vinnuumhverfi. Það að hafa AI-tölvu innbyggða í lyklaborð breytir leiknum. Fyrirtæki eru í auknum mæli að leita leiða til að einfalda, straumlínulaga og gera starfsfólki kleift að vinna á sínum eigin forsendum. EliteBoard G1a er nákvæmlega sú tegund lausnar sem brýtur upp gamla skrifborðsformið og opnar dyr að raunverulegum sveigjanleika.“

Reiknað er með að HP EliteBoard G1a verði fáanlegt hjá OK á vormánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu