fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

34 samnemendur Nigel Farage lýsa ógeðfelldu orðalagi hans – „Hitler hafði rétt fyrir sér!“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 21:30

Nigel Farage sýndi ítrekað af sér hroðalegt kynþáttahatur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugi samnemenda Nigel Farage, leiðtoga öfgahægriflokksins Reform Party, hafa stigið fram og lýst ógeðfelldu kynþáttahatri sem hann hafi viðhaft alla skólagönguna. Meðal annars gagnvart asískum nemendum og gyðingum.

Nigel Farage sótti skólann Dulwich College á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Eins og greint er frá í breska blaðinu The Guardian hafa 34 samnemendur hans nú stigið fram og lýst hroðalegu kynþáttahatri sem Farage og klíka í kringum hans sýndu af sér alla skólagönguna.

„Hitler hafði rétt fyrir sér!“ og „Gösum þá“ voru frasar sem Farage sagði stundum að sögn leikstjórans Peter Ettedgui sem er gyðingur. Hafi Farage stundum látið frá sér gashljóð þegar hann sagði þetta, með vísun í gasklefa þriðja ríkisins þar sem milljónir voru myrtar.

Adrian Woods, þýðandi, sagðist oft hafa verið vitni að því þegar Farage áreitti Ettedgui. „Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hann hafði nokkra aðra í sigtinu sem hann áreitti á sama hátt, suma verr en aðra,“ sagði Woods.

Jason Meredith, verkefnastjóri af indverskum ættum, sagði Farage hafa beitt asíska samnemendur miklu kynþáttahatri.

„Hann notaði mikið orðið „paki“, Farage og fylgdarlið hans,“ sagði Meredith. „Orðið „paki“ og „farið aftur heim,“ var oft notað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð