fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 10:19

Freyr Friðriksson og Ólafur Karl Sigurðarson. Mynd: Bent Marinósson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Friðriksson stofnandi og eigandi KAPP ehf hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra KAPP, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri.

KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingaframleiðslu, smávöruverslanir og annan iðnað.

Freyr stofnaði KAPP ásamt eiginkonu sinni Elfu Hrönn Valdimarsdóttur fyrir 27 árum en félagið hefur vaxið gríðarlega á þeim tíma. Félagið keypti fyrir nokkrum árum KAMI Tech Inc. í Seattle í Bandaríkjunum og hefur síðan tekið til við framleiðslu á KAPP búnaði þar í landi. Jafnframt hefur KAPP byggt upp öflugt sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum markaði og sést nú þegar árangur af þeirri uppbyggingu. Á sama tíma keypti KAPP allar eignir og einkaleyfi úr þrotabúi Skagans 3X og hefur endurreist starfsemi fyrirtækisins undir merkjum KAPP. Með þessum kaupum styrkti félagið stöðu sína verulega á sviði hátæknilausna fyrir matvælaiðnað og bætir við sig þekkingu og vörum sem falla vel að núverandi starfsemi. Kemur þetta fram í tilkynningu.

,,Þetta hefur verið mikið ævintýri. Ég stofnaði KAPP með tvær hendur tómar fyrir 27 árum og þá aðeins 23 ára gamall.  Ég er ekki hættur en fylgist nú með rekstrinum og hef góða yfirsýn yfir allt sviðið sem stjórnarformaður. Ólafur Karl tekur nú við stjórnartaumunum sem forstjóri og ég treysti honum afar vel til að stýra félaginu á þeirri góðu vegferð sem það er á. Reynsla hans mun nýtast KAPP vel til frekari vaxtar og styrkingar hér heima sem og á alþjóðavettvangi,“ segir Freyr.

Tekjur og starfsmannafjöldi tvöfaldast

Uppbygging KAPP síðasta árið hefur leitt til mikillar stækkunar á öllum starfssviðum félagsins. Starfsmannafjöldi hefur tvöfaldast á einu ári og tekjur aukist í sama hlutfalli. ,,Aukin áhersla hefur verið á erlenda markaði frá því sem áður var, en samhliða því fókus á innlendan heimamarkað. Báðir markaðir hafa sýnt jákvæð viðbrögð við því breiða vöruframboði og þjónustu sem KAPP býður nú upp á. Fyrirtækið hefur unnið markvisst að því að kynna núverandi og nýjum viðskiptavinum þær vörur og þjónustu sem bættust við með nýjum rekstrareiningum, og bendir allt til þess að sú stefna hafi skilað tilætluðum árangri,“ segir Freyr ennfremur.

„Ég er þakklátur því trausti sem mér er sýnt með því að taka við sem forstjóri félagsins. Freyr og hans fjölskylda hafa byggt upp góðan rekstur og sterkt vörumerki KAPP með mikilli seiglu, framtíðarsýn og dugnaði í gegnum árin. Verandi alinn upp í fjölskyldurekstri sjálfur, er það mér sérstaklega mikill heiður að vera sýnt það mikla traust að fá að leiða KAPP inn í næsta vaxtakafla. Við Freyr erum með sömu sýn á áherslur í rekstri og framtíð félagsins, því hlakka ég mikið til þess að takast á við verkefnið með sterku starfsfólki KAPP. Félagið á að baki afar gott rekstrarár þar sem fjölmörg framfaramál og áhugaverðar fjárfestingar hafa markað spor í starfsemina. Það var stórt skref stígið í lok 2024 með því að fara í þær stóru fjárfestingar sem við gerðum. Það er mikil vinna fólgin í því að samþætta rekstur nokkura félaga undir merkjum KAPP en halda á sama tíma sjó innan þeirra rekstrareininga sem við rákum fyrir.  Við höfum hér um bil tvöfaldað starfsmannafjöldann síðastliðið ár og veltan vaxið í sama hlutfalli. Næsta ár fer í að byggja ofan á þennan góða grunn og halda áfram að þróast. Ég hlakka til komandi ára með öflugu starfsfólki félagsins og náinni samvinnu við viðskiptavini,” segir Ólafur Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB