
Maður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og húsbrot vegna atviks sem átti sér stað 19. mars 2025 á Norðurlandi vestra.
Manninum er gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi inn á heimili konu, haldið utan um hana, sagst vilja kyssa hana og reynt að
kyssa hana þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann um að hætta og yfirgefa heimili sitt.
Aðalmeðferð verður í málinu við Héraðsdóm Norðurlands vestra á Sauðárkróki, þann 28. janúar næstkomandi. Réttað er fyrir luktum dyrum í málinu.