fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. janúar 2026 14:00

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi þingmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi þingmaður, segir tilefni til þess að Íslendingar skoði flugeldanotkun sína ofan í kjölinn, hlutlægt og æsingslaust. Notkunin sé mjög breytt frá því fyrir hálfri öld síðan.

„FLUGELDAR: Ekki ALLT sem sýnist,“ segir Ari Trausti í færslu á samfélagsmiðlum. Árlega kemur upp umræða um flugeldanotkun Íslendinga. Ekki síst þegar veðrið er eins og það var núna um áramótin, stillt loft og mengunin situr þykk yfir öllu í þéttbýlissvæðum.

Gerbreytt notkun

Ari Trausti bendir á að flugeldanotkun sé gjörbreytt frá því sem hún var fyrir nokkrum áratugum síðan.

Sjá einnig:

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

„Fyrir vel rúmri hálfri öld var mest af flugeldum til áramótafagnaðar framleiddur á Íslandi. Sk. rakettur og blys voru mest áberandi og magnið sem hver fjölskylda/notandi keypti margfalt minna af vörunum en nú til dags,“ segir hann. „Í kringum 2005 voru tímar breyttir og allt að 1.000 tonn af skoteldum flutt inn árlega. Magnið nú er sennilega nálægt 400-500 tonnum. Óljóst er við hvaða mengunarstaðla efna sú austræna framleiðsla miðar.“ En flugeldar eru einkum fluttir inn frá Kína.

Hættulegir þungmálmar

Á morgun er þrettándinn og að venju er einnig töluvert skotið upp af flugeldum þá. Þó ekki nærri jafn mikið og um áramót. Spáin er ekki mjög frábrugðin því sem var um áramótin en þó ögn meiri vindur á höfuðborgarsvæðinu.

Áhersla Ara Trausta er hins vegar á áramótin. „Jafnan er deilt um notkunina þennan eina dag ársins. Minnt er á gríðarlega svifryksmengun (langt yfir hættumörkum) í hálfan til einn sólarhring,“ segir hann. „Sú mengun dreifist vissulega hratt en hverfur ekki úr veröldinni heldur samlagast jarðvegi, sjó og grunnvatni. Í flugeldum er hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki heldur safnast fyrir í umhverfinu og innan lífríkisins. Líka eru þar eitruð lífræn efni sem flest sundrast eða eru þrávirk en hafa þó takmörkuð umhverfisáhrif um tíma.“

Tvær hliðar

En hann bendir einnig á að málið sé ekki klippt og skorið. Það séu bæði jákvæðir og fleiri neikvæðir þættir við sölu flugelda.

„Á móti er bent á gleðina sem fylgir hamaganginum og brýna fjármögnun björgunarsveitanna. Einnig er bent á brunahættuna og hættu á meiðslum. Loks má förgun úrgangsins ekki verða einföld urðun – eða hvað…?“ spyr hann. „Við þessi áramót mætti reyna að skoða þessa vinsælu iðju ofan í kjölinn, hlutlægt og æsingalaust.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins
Fréttir
Í gær

Margir minnast Godds – „Góða ferð og takk fyrir allt“

Margir minnast Godds – „Góða ferð og takk fyrir allt“
Fréttir
Í gær

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvartaði yfir bólusetningum ungbarna gegn veiru sem getur valdið alvarlegum sýkingum

Kvartaði yfir bólusetningum ungbarna gegn veiru sem getur valdið alvarlegum sýkingum