

Ísland tapaði sínum fyrsta leik á EM í handbolta, gegn Króatíu, 29-30, eftir að staðan í hálfleik var 15-19. .
Íslenska liðið náð aldrei almennilegum takti í leiknum og Króatar leiddu allan tímann. Varnarleikur og markvarsla vorum í molum mestan hluta leiksins en sóknarleikurinn var betri.
Ísland er enn með tvö stig í milliriðli eftir þennan leik og á möguleika á að komast í undanúrslit með því að vinna þá leiki sem eftir eru.
Næsti leikur okkar manna er gegn gestgjöfum Svía á sunnudag kl. 17.
Óðinn Ríkharðsson var markhæstur í íslenska liðinu með sjö mörk.