fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
Fréttir

Hættuleg líkamsárás í Grindavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. janúar 2026 13:00

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var framin aðfaranótt laugardagsins 3. júní 2023, bak við Hafnargötu 9 í Grindavík.

Mennirnir þrír eru sakaðir um að hafa í félagi veist með ofbeldi að manni með því að hrinda honum þannig að hann féll í jörðina, og sparka og stappa ítrekað í höfuð hans og búk þar sem hann lá á jörðinni, með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut roða og bólgu ofarlega á nefi sem náði upp á enni og yfir augnbrýr beggja vegna, þreifieymsli á rifjum, skrámusár á baki og hruflsár á vinstri síðu.

Hinir þrír meintu árásarmenn eru allir um og yfir tvítugt en brotaþoli á fertugsaldri.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um skaðabætur að fjárhæð 300 þúsund krónur og miskabætur eina milljón króna.

Aðalmeðferð verður í málinu við Héraðsdóm Reykjaness þann 3. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar unnu ótrúlegan baráttusigur á Ungverjum – Dómarar leiksins harðlega gagnrýndir

Íslendingar unnu ótrúlegan baráttusigur á Ungverjum – Dómarar leiksins harðlega gagnrýndir
Fréttir
Í gær

Rannsókn lokið á Edition-morðunum – Vildi ekki að dóttirin yrði ein eftirlifandi

Rannsókn lokið á Edition-morðunum – Vildi ekki að dóttirin yrði ein eftirlifandi
Fréttir
Í gær

Sendur til Íslands gagngert til þess að selja fíkniefni – Sagði „einhvern mann“ í miðbænum hafa gefið sér bíl

Sendur til Íslands gagngert til þess að selja fíkniefni – Sagði „einhvern mann“ í miðbænum hafa gefið sér bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær endurgreitt frá ríkinu í kjölfar stefnu

Fær endurgreitt frá ríkinu í kjölfar stefnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók tilhlaup áður en hann sparkaði í höfuð barnsmóður sinnar – Kýldi svo aðra konu niður nokkrum mánuðum síðar

Tók tilhlaup áður en hann sparkaði í höfuð barnsmóður sinnar – Kýldi svo aðra konu niður nokkrum mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra ósátt eftir að hafa lagt bifreið sinni í bílakjallara – „Er ég ein um að finnast þetta gróft?“

Halldóra ósátt eftir að hafa lagt bifreið sinni í bílakjallara – „Er ég ein um að finnast þetta gróft?“