fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Fréttir

Ion nauðgaði konu eftir jólaboð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. janúar 2026 15:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Ion Panaghiou var þann 14. janúar síðastliðinn sakfelldur fyrir nauðgun vegna atviks sem átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi, aðfaranótt mánudagsins 26. desember árið 2022.

Nauðgunin átti sér stað eftir jólaboð sem brotaþoli, kona, hélt á herbergi sínu á gistiheimilinu. Ion bjó einnig á gistiheimilinu og komst hann inn í jólaboð konunnar sem boðflenna. Nauðgunin átti sér stað eftir að aðrir gestir höfðu yfirgefið samkvæmið en konan gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga.

Ion neitaði sök og bar við að samfarirnar hefðu verið með vilja konunnar. Dómurinn leiðir í ljós að Ion hafði áreitt konuna áður og sýna upptökur úr öryggismyndavélum hann ítrekað reyna að snerta og faðma konuna.

Á grundvelli framburðar konunnar og vitna var Ion sakfelldur og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sammála um að gamalt fólk eigi að vera duglegt að drekka áfengi

Sammála um að gamalt fólk eigi að vera duglegt að drekka áfengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar unnu ótrúlegan baráttusigur á Ungverjum – Dómarar leiksins harðlega gagnrýndir

Íslendingar unnu ótrúlegan baráttusigur á Ungverjum – Dómarar leiksins harðlega gagnrýndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn biður börn sem voru vistuð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins afsökunar

Borgarstjórn biður börn sem voru vistuð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins afsökunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar Þór urðar yfir Ingu Sæland og líkir henni við Donald Trump – „Hverjum dettur í hug að tala svona?“

Ragnar Þór urðar yfir Ingu Sæland og líkir henni við Donald Trump – „Hverjum dettur í hug að tala svona?“