fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Fréttir

Heillandi ferðalag um heimskautasvæðið

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. janúar 2026 07:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennandi sýning á myndum ljósmyndarans David Lerch hefur verið opnuð á Borgarbókasafninu Spönginni.
Sýningin, sem nefnist Augliti til auglitis við heimskautarefi, fer með gesti og gangandi í heillandi ferðalag um heimskautasvæðið þar sem fylgst er með heimskautarefnum í heilt ár á túndrunni, frá fyrstu til síðustu sólargeisla.
Sjálfur segir David að það geti verið ansi erfitt verk að ná myndum af heimskautarefnum. Á köflum sé það hreinlega þrekvirki. „Suma daga kemurðu heim á kvöldin án þess að hafa séð nokkuð,“ segir hann,  „en svo eru líka ánægjulegar óvæntar uppákomur aðra daga sem minna þig á hvers vegna þú leggur alla þessa vinnu og tíma í verkefnið; til að vekja athygli á þessum dásamlegu verum norðurslóða.“
Á sýningu Davids á Borgarbókasafninu fáum við að fylgja þessari forvitnu og lífseigu skepnu í hinu harðneskjulega og síbreytilega vetrarríki nyrst á heimskautasvæðinu, þar sem aðaláherslan er lögð á að afhjúpa heillandi eiginleika og oft falið líf þessara einstæðu dýra. Því má segja að hér sé á ferð einstök sýning.

David Lerch

David Lerch er ljósmyndari sem sérhæfir sig í norrænum dýralífs- og náttúruljósmyndum. Hann er fæddur árið 1998 og uppalinn í norðvesturhluta Sviss. Allt frá fyrstu ferð sinni til Norðurlandanna hefur hann unnið að umfangsmiklum ljósmyndaverkefnum í óbyggðum norðurslóða og starfar nú sem sjálfstætt starfandi dýralífs- og náttúruljósmyndari á norðurslóðum undir eigin merkjum, AylwynPhoto.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flosi rifjar upp sögu af þekktum manni: „Frekur, dónalegur og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig“

Flosi rifjar upp sögu af þekktum manni: „Frekur, dónalegur og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður fellur frá málarekstri sínum gegn Hödd

Hörður fellur frá málarekstri sínum gegn Hödd
Fréttir
Í gær

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“
Fréttir
Í gær

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“