fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Stálu Pokemon myndum fyrir tug milljónir króna – Lögregla í L.A. rannsakar hvort tvö mál tengist

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 22:00

Pokemon þjófar að verki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pokemon safnari var rændur af þjófi með skotvopn í Los Angeles á dögunum. Verðmæti þýfisins er talið vera um 300 þúsund dollarar, það er rúmlega 38 milljónir króna.

Fæstir tengja hinar krúttlegu japönsku skrímslamyndir við mikil verðmæti en það eru mikil mistök. Pokemon myndir hafa hækkað mjög í verðmæti á undanförnum árum og þjófar vita það. Þá eru þetta verðmæti sem eru yfirleitt ekki varin á sama hátt og verðmæt listaverk eða skartgripir.

Það var í safnaraversluninni RWT Collective Store í Los Angeles sem Pokemon safnari var rændur af vopnuðum þjófum síðastliðinn sunnudag, 4. janúar. Þegar safnarinn mætti í bílakjallara búðarinnar mætti hann tveimur mönnum sem höfðu séð hann þar inni með hið ákaflega verðmæta safn. Drógu þeir upp hólka og rændu skrímslamyndunum af honum.

„Hann var bara að fara, bara að reyna að komast heim til sín,“ sagði Danny Leserman, eigandi verslunarinnar við fréttastöðina KTLA.

Tug milljóna króna verðmæti

Verðmæti Pokemon myndanna sem safnarinn var með á sér var um 300 þúsund dollarar. Það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. En Pokemon myndir geta verið mjög verðmætar, sérstaklega sjaldgæfar myndir sem eru í góðu ásigkomulagi.

Sagði Leserman og meðeigandi hans, Christopher Chou, að þeir myndu auka öryggisráðstafanir við verslunina vegna þessa ráns. Það er koma upp öryggiskerfi og fleiri öryggismyndavélum víðs vegar í og við bygginguna sem og að hafa vopnaða verði í búðinni.

Notuðu keðjusög til að brjótast inn

Þetta var hins vegar ekki eini Pokemon þjófnaðurinn í Los Angeles um helgina. Eins og greint er frá í tímaritinu People. En brotist var inn í verslun í verslanamiðstöð einungis til þess að stela Pokemon myndum.

Sjá einnig:

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Eins og kemur fram í fréttinni þá notuðust þjófarnir við keðjusög til þess að komast inn í verslunina. Þegar þeir voru komnir inn létu þeir greipar sópa og stálu Pokemonmyndum að verðmæti 50 þúsund dollara hið minnsta. Það gera rúmlega 6 milljónir íslenskra króna.

Rannsaka hvort málin tengist

Að sögn lögreglunnar í Los Angeles stendur nú yfir rannsókn á því hvort að málin tvö kunni að tengjast. Það er hvort að sömu aðilar hafi verið að verki. Enginn hefur hins vegar verið handtekinn.

Lögreglan hefur einnig gefið út leiðbeiningar til safnara um hvernig sé best að verja söfnin sín. Meðal annars að geyma þau ekki á áberandi stöðum og sýna ekki dýrustu myndirnar á almannafæri. Viðskipti með dýrar Pokemon myndir væri best að framkvæma í vel upplýstum herbergjum þar sem vel sé fyglst með öllu. Þá sé hægt að fá tryggingar fyrir dýrustu myndirnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð