Morgunblaðið greinir frá því að hlutfall erlendra fanga í íslenskum fangelsum hafi vaxið mikið á undanförnum árum. Þannig voru 57% fanga í fangelsum hér á landi í fyrra af erlendu bergi brotin. Er vísað í svar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár.
„Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg. Dómsmálaráðherrann hefur lýst yfir vilja til að bregðast við þessu, m.a. með því að leita leiða til að erlendir fangar afpláni refsivist sína erlendis. Ég vil sjá ráðherrann stíga ákveðin og stór skref í þeim efnum. Ég mun fylgja því eftir á Alþingi,“ segir Diljá Mist við Morgunblaðið í dag.