fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. september 2025 18:30

Hilmar Þór Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel að stækkun NATO hafi a.m.k. verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu, en í Evrópu er þetta minnihlutaskoðun,“ segir Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, en Hilmar er í rannsóknarleyfi í Bangkok á Tailandi. „Þetta breytir því ekki að innrás Rússlands inn í Úkraínu var að mínum dómi mistök, fyrir utan það var hún ólögleg,“ bætir Hilmar við.

Hann segir að leiðtogar Evrópu, eða almennt séð, leiðtogar Vesturlanda, geti ekki viðurkennt að stækkun NATO hafi haft neitt með innrás Rússa í Úkraínu að gera því þá væru þeir að viðurkenna óbeint að Úkraínustríðið væri þeim að kenna, að einhverju leyti.

„Stækkun NATO úr 12 ríkjum í 32 var ekki hyggileg til lengri tíma litið að mínu mati og nú vill Donald Trump forseti Bandaríkjanna velta kostnaðinum af NATO að miklu leyti yfir á Evrópuríki, sem hafa ekki efnahagslega burði til að verja 5% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Bandaríkin vilja ekki bera NATO uppi lengur og staða ríkisfjármála þar býður ekki upp á það til lengdar.“

Hilmar segir það útbreidda skoðun í Evrópu að Pútín vilji endurskapa Sovétríkin eða byggja upp stærra rússneskt heimsveldi sem myndi ná yfir stóran hluta Evrópu. „Ég hef kennt í Eystrasaltsríkjunum á vegum Erasmus í um 20 ár og margir þar virðast trúa að innrás Rússa eftir nokkur ár sé ekki ólíkleg. Sumir halda jafnvel að Pútin muni ráðast á ríki í Vestur-Evrópu.“

Vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Kína

Hilmar segir að uppgangur í efnahagslífi Kína leiði óhjákvæmilega til vaxandi spennu á milli Bandaríkjanna og Kína.

„Ég held að stórveldasamkeppnin milli Kína og Bandaríkjanna í öryggismálum í Asíu muni aðeins harðna með tímanum. Mín skoðun er sú að þegar stórveldi eins og Bandaríkin, sem hefur verið ráðandi í talsverðan tíma, horfist í augu við að annað stórveldi, Kína, taki fram úr í landsframleiðu, þá muni koma upp vandamál með vaxandi spennu. Óhjákvæmilegt er að efnahagslegur styrkur Kína birtist líka í vaxandi hernaðarmætti sem Bandaríkin sjá sem ögrun. Á jafnvirðisgengi (e. purchasing power parity) er kínverska hagkerfið þegar orðið stærra en það bandaríska.“

Segir Hilmar að Evrópusambandið virðist eiga erfitt með að laga sig að breyttri heimsmynd og það sama eigi við um Sameinuðu þjóðirnar.  Öryggisráð SÞ skipti heiminu upp eins og hann var fyrir 80 árum. „Hvaða réttlæti er í því að lönd eins og Bretland eða Frakkland eigi fastafulltrúa í öryggisráðinu en ekki Indland með 1,4 milljarða íbúa og fjölmennasta lýðræðisríki í heimi?“

Trump skilur Úkraínuvandann eftir hjá Evrópu

„Mér finnst eins og Trump vilji binda enda á stríðið í Úkraínu til að bæta samskipti við Rússland til lengri tíma litið. Núverandi átök við Indland vegna tolla eru mér óskiljanleg frá sjónarhóli Bandaríkjanna sem lengi áður höfðu reynt að bæta samskipin við Indland. Þessi aðgerð ýtir Indlandi í faðm Kína og Rússlands. Ég er líka hissa á því hversu veik viðbrögð ESB við tollum Bandaríkjanna voru samanborið við mun sterkari viðbrögð Kína. Miðað við núverandi verðlag er landsframleiðsla ESB og Kína svipuð, þannig að Evrópa ætti að hafa einhverja samningsstöðu hér,“ segir Hilmar ennfremur.

Hann segir stöðu Evrópu vera veika í þessum vendingum:

„Donald Trump er að skilja Úkraínuvandann eftir hjá Evrópu. Hann er búinn að sjá að Evrópa, og sérstaklega Úkraína, mun ekki fallast á neinar málamiðlanir frá Bandaríkjunum. Trump leyfir Evrópu í þessari stöðu að kaupa vopn frá Bandaríkjunum og senda þau til Úkraínu ef hún vill. Evrópa geti sett tolla (e. secondary tariffs) á Indland og Kína ef hún vill, sem er augljóslega gengur ekki upp fyrir Evrópu efnahagslega. Og að lokum mun Úkraína greiða Bandaríkjunum fyrir veitta aðstoð með aðgangi að náttúruauðlindum sínum. Bandaríkin eru að koma vel frá Úkraínustríðinu, a.m.k. í samanburði við Evrópu, sem er í slæmri klemmu sem sér ekki fyrir endann á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða