fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fréttir

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. september 2025 14:30

Lífeyrissjóðir tapa á falli Play.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir lífeyrissjóðir töpuðu samanlagt nærri 3 milljörðum króna á fjárfestingum í hinu fallna flugfélagi Play. Birta er sá lífeyrissjóður sem tapar mestu.

„Fjórir lífeyrissjóðir launafólks virðast tapa upp undir 3 milljörðum við gjaldþrot Play,“ segir verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson og vísar í tölur um eign lífeyrissjóðanna í Play samkvæmt ársreikningum frá árinu 2024. Taka verður tölunum með vissum fyrirvara í ljósi skuldabréfaútboðs sem fram fór í júní síðastliðnum.

Birta langstærsti sjóðurinn

Samkvæmt ársreikningunum átti Birta 10,4 prósent í Play og var einn stærsti eigandinn. Birta varð til árið 1992 við sameiningu Lífeyrissjóðs byggingarmanna og Lífeyrissjóðs málm- og skipasmíðamanna. Síðar bættust við fleiri lífeyrissjóðir, einkum iðnaðarmanna og er sjóðurinn sá fjórði stærsti á landinu með um 18 þúsund virka sjóðsfélaga.

Birta hefur staðið þétt að baki Play. Í viðtali við mbl.is í október árið 2024 sagði Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, að sér litist vel á fyrirætlanir Play um breytt rekstrarlíkan, það er að einblína á sólarlandaflug. En á þeim tíma var farið að hrikta verulega í stoðum félagsins.

Í júní vísaði Ólafur því á bug að um óhóflega áhættutöku væri að ræða í viðtali við Vísi. Sjóðurinn ætti fjölbreytt eignasafn og þetta væri lítill hluti. Birta hafi litið til þess að Play gæti orðið gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem myndi fjölga ferðamönnum.

Lífsverk, Festa og LSV

Þar á eftir kemur Lífsverk með 2,6 prósent hlut í Play. Tap lífeyrissjóðsins ætti því að vera 687 milljónir króna. Lífsverk var upphaflega lífeyrissjóður fyrir verkfræðinga en hefur opnað dyr sínar fyrir aðra háskólamenntaða síðan.

Lífeyrissjóðurinn Festa á 1,44 prósenta hlut í Play og tapið því 534 milljónir króna. Festa er lífeyrissjóður fólks á Suðurlandi og Vesturlandi, með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ. Sjóðurinn er einn af þeim stærri á landinu með 14 þúsund félaga.

Þá á Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, LSV, mjög lítinn hluta í Play, það er innan við 0,1 prósent. Tap sjóðsins ætti því að vera 34 milljónir króna.

Hverjir svara fyrir?

Ýmsir hafa tjáð sig um þessar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í athugasemdum. Meðal annars Gunnar Smári Egilsson, sjónvarpsstjóri Samstöðvarinnar, sem segir þetta hafa verið glatað fé.

„Þetta fé var löngu tapað. Hlutafé í Play hefur verið verðlaust lengi. Segja má að lífeyrissjóðirnir hafi tapað þessu fé daginn sem þeir keyptu hlutinn,“ segir hann.

„Jesús! Og stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“ spyr Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akraness.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump svipti forseta Kólumbíu vegabréfsáritun –

Trump svipti forseta Kólumbíu vegabréfsáritun –
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir að fundarhaldarar komu að lokuðum dyrum í Tryggvaskála – „Ákveður Samfylkingin í Árborg að ráðast opinberlega á mitt fyrirtæki“

Ósáttur eftir að fundarhaldarar komu að lokuðum dyrum í Tryggvaskála – „Ákveður Samfylkingin í Árborg að ráðast opinberlega á mitt fyrirtæki“
Fréttir
Í gær

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu – Reyndi að stinga lögreglu af

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu – Reyndi að stinga lögreglu af
Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir óljósa tjónstilkynningu – „Einhver svartur fólksbíll“

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir óljósa tjónstilkynningu – „Einhver svartur fólksbíll“
Fréttir
Í gær

Halla segist ekki hafa öll svörin – „En ég veit að það skiptir máli að hlusta“

Halla segist ekki hafa öll svörin – „En ég veit að það skiptir máli að hlusta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitustjóri Dalvíkurbyggðar rekinn eftir innan við tvö ár í starfi

Veitustjóri Dalvíkurbyggðar rekinn eftir innan við tvö ár í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir féll milli skips og bryggju Fæðingarorlofssjóðs – Kerfið sagði nei

Faðir féll milli skips og bryggju Fæðingarorlofssjóðs – Kerfið sagði nei