fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Kolbrún vill aðgerðir gagnvart fjárhættuspili – Íslandsspil hafi notað viðkvæma hópa í tilraunasal

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. september 2025 17:30

Kolbrún er harðorð í garð þeirra sem reka fjárhættuspil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir að flokkurinn vilji að tekið sé á spilakössum og fjárhættuspili. Íslandsspil hafi fengið viðkvæma hópa spilafíkla í tilraunasal til að rannsaka hvaða kassar tryggðu sem mestar tekjur.

„Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild,“ segir Kolbrún í aðsendri grein á Vísi í dag þar sem hún beinir spjótum sínum að veðmálastarfsemi og spilakössum.

Mótsagnakennt

Segir hún lítið hafa verið gert gegn þessu og að umræðan hafi verið mótsagnakennd. Til dæmis hafi íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Landsbjörg og Rauði krossinn opinberlega gagnrýnt ólöglega veðlánastarfsemi en sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila hér á landi.

„Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa,“ segir Kolbrún og að starfsfólk sérleyfishafa hafi sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum.

Tilraunadýr

„Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur,“ segir hún.

Sjá einnig:

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum

Aðilar eins og Háskóli Íslands séu hvað háværastir um áhyggjur af innkomu erlendra aðila á markaðinn. Aðilar eins og HÍ vilji verja stöðu sína gagnvart íslenskum spilafíklum en hafi engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Gróðahyggjan sé hér ofan á.

Ungt fólk útsett

Vísar hún í bæði sínar eigin rannsóknir og aðrar sem sína að fjárhættuspil er gríðarlega útbreitt á meðal ungmenna. Sýni þær meðal annars að 97 prósent ungmenna hafi spilað fjárhættuspil og að tæplega 3 prósent glími við mikinn spilavanda.

„Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil,“ segir hún að lokum. Flokkur fólksins vilji taka á þessum málum en tilraunir hennar í borgarstjórn til að gera það hafi verið felldar. „Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Í gær

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða