fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Elliði hló upphátt þegar hann las frétt Morgunblaðsins í morgun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. september 2025 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, viðurkennir að hafa hlegið upphátt þegar hann las frétt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Elliði segir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Í fréttinni sem hann vísar til, eftir Andreu Sigurðardóttur, er sagt frá því að Jafnréttisstofa ætli ekki að bregðast við þrátt fyrir mikla úrkomu næstu daga.

Er þetta vísun í fréttir þess efnis að í kynjaðri greiningu á fjárlagafrumvarpinu komi fram að rýmingar vegna ofanflóða og röskun á daglegu lífi auki umönnunarbyrði sem leggst þyngra á konur. Þannig geti aðgerðir sem fyrirbyggja rýmingar, ofanflóðavarnir þar á meðal, stuðlað að jafnrétti.

Í fréttinni er svo vísað í skriflegt svar Mörthu Lilju Olsen, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, þar sem segir að Jafnréttisstofa komi ekki með neinum hætti að verklagi eða skipulagi við rýmingar eða aðgerðir stjórnvalda við slíkar aðstæður.

Í færslu sinni segir Elliði að það sé ekki oft sem hann hlær upphátt við lestur Morgunblaðsins.

„Það gerði ég þó við lestur á þessari frétt í morgunsárið. Takk Andrea Sigurðardóttir fyrir að varpa ljósi á fáránleikann í þessu máli og svona líka skemmtilegan máta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög
Fréttir
Í gær

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna
Fréttir
Í gær

Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina

Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan varar við netsvikum – Senda út pósta í nafni Skattsins

Lögreglan varar við netsvikum – Senda út pósta í nafni Skattsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð ósáttur við umfjöllun um Stuðla – „Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við“

Davíð ósáttur við umfjöllun um Stuðla – „Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við“