fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. september 2025 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað varð um þjóðina mína? Hvað gerðist? Síðan hvenær er hún svona illgjörn, rætin og hreinlega ömurleg?”

Þetta segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er athugasemdir sem birtust undir frétt Vísis á Facebook í gærkvöldi þar sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, gagnrýndi Snorra Másson, þingmann Miðflokksins, vegna málflutnings þess síðarnefnda í Kastljósi í gærkvöldi.

Sjá einnig: Allt á suðupunkti eftir Kastljósið í gær:„Ég er gjörsamlega orðlaus“ – „Þetta er bara byrjunin“

Hallgrímur birtir myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir athugasemdirnar. Óhætt er að segja að flestar hafi verið mjög neikvæðar í garð Dags eins og sést á yfirferð Hallgríms hér að neðan.

Margir taka undir orð Hallgríms og lýsa áhyggjum sínum af þróun mála hér á landi.

„Tvær andskotans mínútur af ógeði. Mikið ofsalega er þetta dapurlegt,“ segir til dæmis Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. „Já þetta er svo ömurlegt — hvað varð um almenna kurteisi og prúðmennsku… já og bara mennsku,“ er svo spurt í annarri athugasemd.

Kjartan Valgarðsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hvetur þó til stillingar.

„Þetta er ekki þjóðin. Þetta er hávaði frá fólki sem áður var hneykslistal og hrmpff á fámennum kaffistofum. Engin ástæða til að gefa þessum dólgshætti lögmæti með því að kalla þetta “umræðuna,” segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“
Fréttir
Í gær

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“