fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. september 2025 12:00

Um 30 þúsund færslur verða birtar á síðunni og hægt að sía eftir staðsetningu og atvinnu viðkomandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimasíða þar sem birtar eru færslur frá þeim sem „smætta“ dráp Charlie Kirk er skráð á Íslandi. Nafntogaðir Repúblikanar hyggjast nota þessa síðu til þess að fá viðkomandi fólk rekið úr vinnum sínum.

Eins og greint er frá á sjónvarpsstöðinni CNN heitir heimasíðan „Expose Charlie´s Murderers“ og er skráð á Íslandi.

Opinn gagnagrunnur

Eins og segir í tilkynningu hafa þeir sem reka síðuna fengið um 30 þúsund ábendingar um færslur á samfélagsmiðlum þar sem dráp áhrifavaldsins Charlie Kirk er „smættað“. Verður gert úr þessu opinn gagnagrunnur.

„Síðunni verður brátt breytt í gagnagrunn þar sem hægt er að fletta upp öllum 30.000 ábendingunum, þar sem hægt er að sía út fólk eftir staðsetningu og í hvaða störfum það vinnur,“ segir á síðunni. „Þetta er varanleg og síuppfærður gagnagrunnur um róttæka aktívista sem eru að kalla eftir ofbeldi.“

Hins vegar er ekki að sjá að flest fólkið sem tekið er fyrir á téðri síðu séu róttækir aktívistar og þaðan af síður að það sé að kalla eftir ofbeldi. Flest fólkið er heldur ekki þekkt og á fáa fylgjendur á samfélagsmiðlum.

Laura Loomer þingkona. Mynd/Wikipedia

Á meðal þeirra sem hyggjast nýta sér síðuna er Laura Loomer, öldungadeildarþingmaður Repúblikana.

„Ég mun eyða allri nóttinni að tryggja að allir sem ég sé fagna dauða hans verði frægir, svo undirbúið ykkur að framtíðar atvinnuferill ykkar verði ónýtur ef þið eruð nógu sjúk til að fagna dauða hans,“ sagði Loomer í færslu á samfélagsmiðlum.

Samhæfðar árásir

Á meðal þess sem finna má á síðunni er færsla frá vísindakonu að nafni Rebekah Jones. Hún sagði:

„Sparið vorkunn ykkar fyrir hina saklausu áhorfendur sem lenda í hakkavél MAGA skilaboðavélarinnar.“

Síðan er skráð í Reykjavík.

Var þessi færsla birt á síðunni ásamt persónulegum upplýsingum um Jones. En Jones hefur áður orðið fyrir barðinu á nethrottum og þurft að leita til lögreglu vegna líflátshótana.

„Það er algjörlega klárt að þetta er samhæfð áreitisherferð,“ sagði Laura Edelson, aðstoðarprófessor við Northeastern háskólann og yfirmaður verkefnisins Cybersecurity for Democracy Project. „Þess vegna er þetta gert, til að samhæfa árásir á nafngreinda einstaklinga.“

Uppsagnir hafnar

Þegar hafa borist einhverjar frásagnir af uppsögnum. Til dæmis var Matthew Dowd, pólitískum greinanda hjá sjónvarpsstöðinni MSNBC, sagt upp eftir að hann sagði að orðræða Kirk gæti hafa verið hvati í árásinni á hann. Donald Trump forseti var einn af þeim sem hvatti til þess að Down yrði sagt upp.

Þá hafa borist frásagnir af uppsögnum kennara, bæði á háskólastigi og neðri stigum. Einnig hefur veitingastaðurinn Freddy´s Frozen Custard & Steakburgers, NFL liðið Carolina Panthers og teiknimyndaútgáfan DC Comics sagt upp fólki vegna málsins.

Margoft komið við sögu

Athyglisvert er að þeir sem halda úti síðunni skuli ekki hafa hana skráða í Bandaríkjunum heldur á Íslandi, hjá fyrirtækinu Withheld for Privacy sem er til heimilis að Kalkofnsvegi í Reykjavík.

Sjá einnig:

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu

Margoft hefur verið fjallað um fyrirtækið enda hafa alls kyns vafasamar og ólöglegar síður falið slóð sína í gegnum það. Meðal annars netglæpamenn sem stunda fjársvik og haturssamtök. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær reglulega fyrirspurnir frá erlendum lögregluembættum vegna mála sem þessa en að sögn lögreglunnar er ekkert hægt að gera þar sem íslensk löggjöf í raun heimilar erlendum glæpamönnum að fela slóð sína hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja