fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. september 2025 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál móður um fimmtugt sem sakfelld var fyrir að ráða sex ára syni sínum bana og reyna að bana 11 ára bróður hans. Konan var dæmd í 18 ára fangelsi í héraðsdómi og Landsréttur staðfesti síðan þann dóm.

Lögmaður konunnar byggði á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og málsmeðferð hefði verið ábótavant. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til andlegs ástands konunnar, sem glímir við geðræn vandamál, né til refsimildandi þátta sem komi fram í matsgerðum og vitnisburðum matsmanna fyrir dómi. Segir í beiðni um áfrýjunarleyfi að verjandi konunnar hafi verið stöðvaður af dómurum þegar hann vildi spyrja matsmenn spurninga til að upplýsa hvað það væri í fari konunnar sem leiddi til harmleiksins. Segir hann að í dómi Landsréttar sé algjörlega litið framhjá orsökum verknaðar konunnar.

Hæstiréttur ákveður að taka málið vegna þess að hann telur að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu, sérstaklega varðandi það hvort málsmeðferð hafi verið ábótavant.

Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér.

Sjá einnig: Dómur fallinn í Nýbýlavegsmálinu – Móðirin sakfelld og fær þungan dóm

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína