fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Fréttir

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. mars 2025 16:30

Nafn Sadiu Ayman er notað í falsfréttinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falsfréttasíða netglæpamanna sem þykjast vera fréttastofan BD News 24 í Bangladess fela slóð sína með aðstoð fyrirtækisins Witheld For Privacy. Á síðunni eru brigslað með nafn Sadiu Ayman, frægrar leikkonu þar í landi.

BD News 24, sem flytur fréttir á ensku og bengölsku, greinir frá svikunum. Það er að sett hafi verið upp síða sem látin er líta út eins og fréttasíðan en er haldið út af netglæpamönnum.

Þar eru meðal annars falsfréttir um að leikkonan Sadia Ayman hafi verið kærð af Seðlabanka Bangladess vegna ummæla hennar á netinu.

Var falsfréttinni meðal annars deilt á Facebook undir reikningum sem nú hafa verið teknir niður. Svikasíðan hafði netfangið newsnewsthe.click og þegar klikkað var á hana var notandanum beint inn á síðu sem augljóslega er fjársvikasíða.

Sjá einnig:

Trump stofnar dularfullt bitcoin fyrirtæki – Felur slóð þess á Íslandi eins og margir netglæpamenn hafa gert

Síðan er skráð hjá fyrirtækinu Witheld For Privacy, að Kalkofnsvegi 2 í Reykjavík. Fyrirtæki sem margoft hefur komist í fréttir fyrir að gera netglæpamönnum kleift að fela slóð sína.

Forsvarsmenn BD News 24 hafa sagst ætla að bregðast við þessu. „Það er verið að nota merkið okkar í svikula starfsemi. Við munum bregðast við,“ sagði talsmaður miðilsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“
Fréttir
Í gær

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópslagsmál í miðborginni

Hópslagsmál í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar Þór um stöðuna í Evrópu – „Fortíðin hræðir þegar maður hugleiðir þetta“

Hilmar Þór um stöðuna í Evrópu – „Fortíðin hræðir þegar maður hugleiðir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarbær greiðir Rio Tinto það sem Vegagerðin vildi ekki – Tug milljóna bætur

Hafnarfjarðarbær greiðir Rio Tinto það sem Vegagerðin vildi ekki – Tug milljóna bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málið gegn Hauki: Sýrlenski bílstjórinn segist vera 80% öryrki eftir árásina – „Ég hélt ég væri dáinn“

Málið gegn Hauki: Sýrlenski bílstjórinn segist vera 80% öryrki eftir árásina – „Ég hélt ég væri dáinn“