fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. september 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var greint frá því að síbrotamaðurinn Mohamad Khourani hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd, en hann afplánar nú átta ára dóm sem hann hlaut í fyrra fyrir manndrápstilraun og fleiri brot. Hann hefur hlotið fimm refsidóma hérlendis.

Þetta þýðir að Khourani sem hlaut alþjóðlega vernd, getur, samkvæmt ákvæðum í lögum um fullnustu refsinga, losnað við helming refsingar sinnar en þarf að yfirgefa landið og má ekki koma hingað aftur í tiltekinn tíma, alls 30 ár. Verjandi hans segir hann engan áhuga á að snúa hingað aftur.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, vill fara aðra leið og náða Khourani nú þegar og senda hann úr landi.

Ástæðan er einföld að mati Guðmundar Inga, sem segir að samkvæmt ofangreindu muni Khourani sitja inni hér á landi til ársins 2028, en þá verði hann sendur úr landi og hljóti endurkomubann.

„Ef það á að bíða með brottvísun þar til eftir þrjú ár mun það kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna til viðbótar. Nú þegar hefur það kostað íslenska ríkið um 200 milljónir að vista viðkomandi hér á landi og mun þá að óbreyttu bætast við um hálfur milljarður enda mikill mannafli verið settur í þessa eina vistun. Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár.“

Bendir Guðmundur Ingi á að hálfur milljarður myndi einnig nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug.

„Þessi fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman sem hvort sem er verður vísað úr landi og hefur samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta er maðurinn fárveikur einstaklingur sem á ekki að vera í fangelsi. Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd.“

Hvetur Guðmundur Ingi Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann „strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og til dæmis að styðja við starfsemi Afstöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila