fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. september 2025 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Utah vegna gruns um morðið á Charlie Kirk í fyrradag er 22 ára gamall og heitir Tyler Robinson.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í hádeginu að íslenskum tíma að lögregla hefði handtekið mann vegna morðsins.

Daily Mail, NBC og fleiri miðlar hafa það eftir heimildarmönnum sínum að hinn grunaði sé fyrrnefndur Tyler og mun hann vera búsettur í Utah. Hann mun hafa stundað nám við Utah Valley-háskólann þar sem Charlie var myrtur.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að faðir mannsins hafi tilkynnt son sinn til lögreglu eftir að sonurinn játaði fyrir honum að hafa verið að verki. Faðir mannsins er sagður vera lögreglumaður með 27 ára feril hjá lögreglunni í Washington-sýslu í Utah.

New York Times greindi frá því að hinn grunaði hefði verið handtekinn um klukkan 23 að staðartíma í gærkvöldi, eða klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma.

Hann er sagður hafa búið í sex herbergja húsi í Washington í Utah, um 420 kílómetrum suður af Orem þar sem Charlie var skotinn til bana við heimavist Utah Valley-háskólans.

Yfirvöld hafa sagt að morðingi Charlie geti vænst þess að fá dauðadóm fyrir morðið, að minnsta kosti muni saksóknarar sækja það stíft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Í gær

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“