fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. ágúst 2025 13:30

Anna Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir er líklega eins þekktasta hinsegin manneskja landsins. Í sínum reglulega pistli á Facebook segist hún hafa hitt fjölskyldu sænskrar konu sem hafi endað líf sitt vegna fordóma í garð hinsegin fólks. Henni hafi þó samtímis borist fregnir af því að verið væri að mála myndir af henni sem verði notaðar í Gleðigöngu Hinsegin daga í miðborg Reykjavíkur, sem hefst nú innan skamms. Anna segist djúpt snortin yfir því að vera álitin fyrirmynd ungra hinsegin Íslendinga en bregðast verði við því bakslagi sem hafi orðið í réttindabaráttunni og minnast þeirra sem féllu frá vegna fordóma samfélagsins.

Anna segist svo frá ferð sinni á bar nokkurn á Tenerife, þar sem hún býr, í gærkvöldi:

„Auk mín voru foreldrar og systir látinnar hinsegin stúlku sem lést langt fyrir aldur fram, kannski vegna fordóma samfélagsins. Stúlkan ákvað að kveðja þetta líf þó að allt virtist ganga henni í hag á yfirborðinu, en sænska samfélagið var ekki alveg tilbúið til að samþykkja hana sem konu. Það urðu nokkur blaðaskrif vegna andláts hennar í Svíþjóð á sínum tíma og viðbragða lögreglunnar í Malmö við andláti hennar sem urðu til þess að síðar góð vinkona mín og þáverandi lögregla í Malmö sá ástæðu til að kvarta yfir kollegum sínum fyrir hatursorðræðu í garð hinsegin fólks og þá sér í lagi trans fólks.“

Fyrirmynd

Á barnum bárust Önnu hins vegar skilaboð:

„Allt í einu fékk ég skilaboð frá Birni Zoëga vini mínum þar sem hann sendi mér myndir frá fréttum RÚV frá undirbúningi gleðigöngu laugardagsins og þar sem ungt fólk var að mála mynd af mér sem sinnar fyrirmyndar. Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið, náði samt að klára úr glasinu án þess að tárast og svo flýttum við okkur heim, ég heim til mín en þau í leigubílinn til Parque Cristobal hvar þau halda til þessa dagana.“

Anna segist bæði hissa og djúpt snortin yfir því að vera álitin fyrirmynd en um leið og hún þakkar fyrir það minnist hún sænsku stúlkunnar:

„Ég hef aldrei litið á sjálfa mig sem neina fyrirmynd, en hvernig á ég að bregðast við því er ungt fólk á Íslandi velur að draga fram mynd af mér sem hetjunnar sinnar? Það var ekki alveg laust við að tár sæist á hvarmi eftir að heim var komið og ég hafði náð því að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu, en munum samt að stúlkan sem við ræddum um, féll fyrir fordómunum og hún kemur aldrei til baka, reyndar eins og fjöldi trans og hinsegin fólks sem reyndi að lifa af í heimi sem hataði þau, en gáfust upp fyrir ofbeldinu.“

Gleði en líka áminning

Anna sendir að lokum kærar kveðjur til þeirra sem ætla að ganga Gleðigönguna í Reykjavík núna á eftir en varpar um leið fram áminningu:

„Ástandið hefur mikið breyst til batnaðar síðustu áratugina, en um leið og við þurfum að horfast í augu við visst bakslag sem hefur orðið í réttindamálum okkar víða um heim, verðum við að halda áfram að vera vakandi og horfa fram á veginn. Gleðigangan í dag er ekki bara dagur fagnaðar. Hún er einnig til að minnast þeirra sem féllu fyrir eigin hendi og annarra í samfélagi sem hatar okkur. Kærleikur minn í dag er til ykkar sem gangið gleðigönguna í Reykjavík árið 2025.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið