fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 20:00

Starfsmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur fjarlægði búrið úr garði mannsins á föstudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kattaeigendur og aðrir dýravinir í Ásahverfinu í Árbænum eru uggandi vegna íbúa sem hafi reynt að veiða ketti. Hafa þeir tekið eftir að köttum hafi fækkað í hverfinu. Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) fjarlægði gildru úr garðinum hjá viðkomandi og mál hans er komið inn á borð hjá Matvælastofnun (MAST).

„Það verður að taka á þessu máli. Þetta er ekki hægt,“ segir áhyggjufullur íbúi í Ásahverfi sem DV ræddi við um málið. Köttum hafi snarfækkað í hverfinu og að kattaeigendur séu hræddir um dýrin sín. „Það kemur ekki köttur inn í garðinn hjá okkur lengur,“ segir íbúinn.

Fann gildru í garðinum

Á föstudaginn síðasta var tilkynnt um að það væri kattagildra í garðinum hjá tilteknum manni á sjötugsaldri. Hafi gildran verið með opinni dós af túnfisk inn í til þess að lokka ketti að.

Starfsmaður DÝR fór á svæðið og tók gildruna og ræddi við húsráðanda um hvers vegna hún væri þarna. Lausaganga katta er leyfð í Reykjavík.

Á borði DÝR og MAST

Samkvæmt heimildum DV er málið í vinnslu og komið inn á borð hjá MAST. En þangað sendir DÝR mál þegar grunur er um að velferð dýra sé ógnað. Eru stofnanirnar tvær nú að vinna að þessu máli. En DV hefur einnig heimildir fyrir því að málið hafi verið tilkynnt beint til MAST frá öðrum íbúum í hverfinu.

Eins og er er málið ekki inni á borði hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En íbúar sem DV ræddi við segjast hafa takmarkaða trú á því að lögreglan hafi tíma eða mannskap til að gera nokkuð í þessu máli.

Neiti að segja hvað hann geri við kettina

Þá hefur málið verið rætt í íbúagrúbbum Árbæjarhverfisins og inni á grúbbunni Kattavaktinni. Í færslu þar er vísað í áðurnefnda kattagildru sem hafi verið fjarlægð úr garðinum.

„Búrið hefur nú verið fjarlægt en aldrei að vita hvort það sé verið að fela fleiri slíkar gildrur í garði eiganda hússins. Það var farið og spurt hann út í búrið og þá viðurkenndi hann stoltur að hann væri að veiða ketti, en neitaði að segja hvað hann geri svo við ketti sem lenda í búrinu,“ segir í færslunni.

Er einnig vísað til þess að kettir hafi verið að hverfa í hverfinu, nálægt Selásskóla. Meðal annars tveir kettir mjög nýlega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim
Fréttir
Í gær

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“
Fréttir
Í gær

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku