Flugfélagið Play sagði 20 starfsmönnum upp fyrir mánaðamót.
RÚV greinir frá og hefur eftir Birgi Olgeirssyni, upplýsingafulltrúa Play, að uppsagnirnar taki til starfsmanna þvert á fyrirtækið.
Að sögn Birgis eru uppsagnirnar tilkomnar vegna fækkunar farþegaþotna á Íslandi úr tíu í fjórar. Sex vélar verði í leiguverkefnum í Evrópu og fjórar verði í áætlunarflugi Play frá Íslandi.
Skrifstofa Play verður áfram rekin á íslandi, en vægi skrifstofa Play í Litháen og á Möltu verður aukið, líkt og áður hefur komið fram.