fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 13:30

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er kominn tími til að spyrja alvarlegra spurninga um hlutverk greiningardeilda bankanna í efnahagsumræðunni,” segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hagstofa Íslands tilkynnti í morgun að verðbólga hefði minnkað í ágúst um 0,15 prósent frá fyrri mánuði. Hefur verðbólga síðustu tólf mánuði hækkað um 3,8% en án húsnæðis hefur hún hækkað um 2,8%.

Þessi verðbólgulækkun kom ýmsum á óvart og var bent á það í frétt Vísis í morgun að bæði Landsbankinn og Íslandsbanki hefðu gefið út spár um að verðbólgan myndi haldast óbreytt á milli mánaða.

Vilhjálmur segir að það sé óásættanlegt að aðilar sem hafa milljarðahagsmuni af háu vaxtastigi séu látnir sitja í hlutverki „hlutlausra“ spámanna um verðbólgu og vexti. Afkomutölur bankanna sýni svart á hvítu að þeir hafa mikinn hag af háu vaxtastigi.

„Greiningardeildirnar hafa árum saman spáð sífellt hærri verðbólgu og þannig mótað væntingar í samfélaginu. En verðbólguvæntingar geta sjálfar orðið drifkraftur verðbólgu – og þannig hafa spár þeirra ítrekað réttlætt áframhaldandi hávaxtastefnu sem bankarnir græða mest á,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni.

Hann segir að lokum að þó verðbólga sé að lækka þá hækki raunvextir vegna lækkandi verðbólgu.

„Þetta þýðir að byrðar skuldara þyngjast á sama tíma og bankarnir græða enn meira. Það er galið kerfi þegar þeir sem hagnast mest af háum vöxtum fá líka að stýra umræðunni um þá. Hagsmunir bankanna og hagsmunir almennings fara einfaldlega ekki saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“
Fréttir
Í gær

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans
Fréttir
Í gær

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka