fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Mamma „kokks Pútíns“ tjáir sig í fyrsta sinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 07:00

Yevgeni Prigozhin, stofnandi og leiðtogi Wagner-málaliðanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór mikið fyrir Yevgeni Prigozhin, sem oft var nefndur „kokkur Pútíns“ sumarið 2023. Hann hafði þá stýrt einkaher sínum, Wagnerhópnum í stríðinu í Úkraínu en var ósáttur við Pútín og yfirmenn hersins. Hann kom því Pútín og raunar heimsbyggðinni allri á óvart þegar hann lagði af stað til Moskvu með einkaherinn. Töldu sumir að nú væri valdarán yfirvofandi.

Eftir sólarhringsferðalag í áttina að Moskvu stöðvaði Prigozhin förina og sneri við. Rússneski herinn hafði gert árásir á Wagnerliðana á leið þeirra til höfuðborgarinnar en án mikils árangurs, raunar skutu Wagnerliðarnir nokkar herþyrlur niður.

Nákvæmlega tveimur mánuðum síðar, þann 23. ágúst 2023, var Prigozhin allur. Hann lést í flugslysi norðvestan við Moskvu. Orsök flugslyssins hefur aldrei verið gerð opinber en fæstum dylst hugur um að þar hafi Pútín átt hlut að máli. Andstæðingar hans hafa nefnilega ríka tilhneigingu til að látast og það oft á undarlegan og dularfullan hátt. Má þar nefna að margir kaupsýslumenn og stjórnmálamenn hafa „dottið“ út um glugga á síðustu árum eftir að hafa lent í ónáð hjá Pútín.

Violetta Prigozhina, móðir Prigozhin, ræddi við rússneska dagblaðið Fontanka  fyrir nokkrum dögum og fékk förin til Moskvu mikið vægi í viðtalinu að sögn miðilsins Meduza sem þýddi viðtalið yfir á ensku.

Móðirin segir að förin til Moskvu hafi ekki verið uppreisn í þeim skilningi að ætlunin hafi verið að ræna völdum. Hún sagði einnig að Prigozhin, sem hún kallar Zjenja, hafi verið mjög umhugað um að styrkja ætti varnirnar í Kúrsk-héraðinu.  Úkraínumenn réðust einmitt inn í Kúrsk sumarið 2024.

Hún segir að ferðin til Moskvu hafi líklega ekki verið skipulögð fyrir fram. Ætlunin hafi líklega verið að skapa umræður því það hafi ekki skipt neinu máli hversu mikið Prigozhin talaði, enginn í Moskvu hafi hlustað á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Í gær

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi