fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. ágúst 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur og baráttukona fyrir réttindum trans fólks gagnrýnir málflutning Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins harðlega. Hún segir málflutning hans um trans fólk bæði gamaldags og bera vott um fáfræði en Ugla telur víst að ástæðan sé ekki sú að Snorri viti ekki betur heldur sé hann með markvissum hætti að ala á hatri og fordómum.

Eins og DV greindi frá fyrr í dag er Snorra uppsigað við hugtakið hinsegin fólk og segir þar að auki að kynleiðrétting sé ekki möguleg. Kynin séu bara tvö og ekki sé hægt að vera af öðru kyni en því sem viðkomandi tilheyrði lífræðilega við fæðingu.

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Ugla ritar um málið í pistli á Facebook. Hún nefnir Snorra ekki á nafn en augljóst er hvern hún á við:

„Að þurfa að neyðast til að sjá einhverjar fréttagreinar eða myndbönd þar sem maður á Alþingi talar um trans málefni eins og hann hafi lesið samfélagsfræðibók á sjötta áratug síðust aldar er svo ótrúlega þreytandi og hallærislegt. Það er bæði honum, flokknum hans, og þeim sem veita honum plássið til að gaspra af slíkri vanþekkingu til minnkunar, og sýnir alvarlegan skort á gagnrýnni hugsun, almennri skynsemi og þekkingu.“

Rangfærslur af sjálfsöryggi

Ugla segir Snorra hafa uppi rangfærslur um málefni transfólks af innistæðulausu sjálfsöryggi og því sé ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvort hægt sé að treysta orði af því sem hann segir. Ugla telur hins vegar ljóst að hér liggi  meira að baki en bara það að Snorri viti ekki betur:

„En þetta er auðvitað allt gert af einbeittum brotavilja, enda neita ég að trúa því að hann og skoðanabræður hans séu virkilega svona vitlausir. Hér verið að tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur sem beinist nú að trans fólki víðsvegar um heim, til þess að reyna að höfða til fordómafullra viðhorfa og næla sér í atkvæði á þeim forsendum.“

Ugla segir varla hægt að leggjast lægra í stjórnmálum, en ekki sé við öðru að búast af fólki sem virðist hafa engin alvöru prinsipp eða áhuga á mannlegri samkennd.

Ugla varar að lokum við þróuninni og auknum fordómum í garð trans fólks:

„Svona verður auðvitað að mótmæla, enda stórhættuleg þróun sem við eigum alls ekki að leyfa að grassera áfram á Íslandi. Þetta er okkur öllum til skammar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma