fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir notkun hugtaksins hinsegin yfir þann hóp fólks sem fellur ekki inn í hefðbundna gagnkynhneigða kynjatvíhyggju. Hann vill meina að markviss ákvörðun hafi verið tekin um nota hugtakið í orðræðu og að þeir sem gagnrýni notkun þess séu að ósekju sakaðir um fordóma. Gerir Snorri sömuleiðis lítið úr umræðu um bakslag í réttindum þessa hóps.

Snorri ræðir þessi mál í hlaðvarpinu Ein pæling en stjórnandi þess Þórarinn Hjartarson hefur ekki farið leynt með að hann eins og Snorri hallast til hægri í stjórnmálum. Þórarinn hefur þó ekki hikað við að bjóða fólki í þáttinn sem er ekki sammála honum.

Mbl.is hefur áður greint frá því að í þættinum hafi Snorri sagt að það væri ekki hægt „að skipta um kyn.“ Lengi hefur raunar verið talað um leiðrétta kyn en þessi orðanotkun miðilsins hefur löngum verið nýtt af hægri sinnuðum hópum sem afneita því að hægt sé að fæðast í líkama sem passar ekki við kynvitund fólks. Hafa slíkir hópar, til að mynda í Bandaríkjunum, haldið uppi harðri baráttu gegn tilverurétti trans fólks.

Hinsegin

Trans fólk hefur almennt verið talið hluti af hinsegin fólki. Samkvæmt frétt Mbl segir Snorri í þættinum að það séu bara til tvö kyn þótt að fólk geti ef það vill trúað öðru. Er þessi orðanotkun algeng hjá þeim sem afneita því að trans manneskja geti orðið fullgildur hluti af öðru kyni en því líffræðilega kyni sem viðkomandi tilheyrði við fæðingu. Er algengt að slíkir hópar geri lítið úr sjálfsvitund trans fólks og segi þá jafnvel að slíkir einstaklingar eigi við einhvers konar geðveilu að stríða og að sjálfsvitund þeirra sé einfaldlega röng.

Samkvæmt frétt Mbl gerir Snorri einnig í þættinum athugasemd við fullyrðingar um bakslag í réttindum hinsegin fólk á heimsvísu en þar hefur verið meðal annars vísað til aðgerða bandarískra stjórnvalda sem beinst hafa gegn mannréttindum trans fólks:

„Það er oft látið eins og það sé ekk­ert sem hafi breyst. Allt í einu hafi all­ir orðið á móti homm­um og lesb­íum þegar fólk er með alls kon­ar pæl­ing­ar um það hvernig glæ­ný hug­mynda­fræði tek­ur á sig mjög for­vitni­leg­ar mynd­ir,“ er haft eftir Snorra.

Hugtakið

Í broti úr þættinum sem er aðgengilegt á samfélagsmiðlum Einnar pælingar verður Snorra tíðrætt um þetta hugtak, hinsegin fólk:

„Hvað er hinsegin? Það er líka bara ákveðin leið til þess að hópa fólk eftir ..“

Þá skýtur Þórarinn inn í sinni skoðun á slíkri orðanotkun:

„Þá erum við komin í við og hin.“

Það tekur Snorri undir:

„Að þetta sé einhvern veginn svona hinsegin og ekki hinsegin og svo eru hinsegin einhver sér hópur. Þetta er smá töfrablær.“

Snorri vill meina að hugtakið ýti undir þær hugmyndir að annaðhvort sé fólk hinsegin eða ekki. Hann þekki hins vegar fólk sem falli ekki undir hina hefðbundnu gagnkynhneigðu kynjatvíhyggju en líti samt sem áður ekki á sig sem hinsegin manneskju:

„Það jafnvel hafnar þessu hugtaki. Það segir bara ég er eins og ég er.“

Ákvörðun

Snorri vill meina að notkun þessa hugtaks, hinsegin fólk sé að hluta til „orðræðuákvörðun.“ Elstu dæmi um hugtakið á prenti eru samkvæmt vefnum tímarit.is frá lokum síðustu aldar.

Þegar samkynhneigt fólk og aðrir hópar sem féllu ekki undir gagnkynhneigða kynjatvíhyggju fóru að koma úr felum á Íslandi var hugtakið hinsegin oft notað í niðrandi merkingu um þessa hópa. Með tímanum gerði hinsegin fólk hins vegar hugtakið að sínu bæði til að berjast fyrir tilverurétti sínum, minnka fordóma og einnig til að skilgreina sjálft sig með íslensku hugtaki. Virðist ekki betur séð en að hugtakið hafi einfaldlega þróast með þessum hætti án þess að einhvers staðar hafi verið tekin markviss ákvörðun um það.

Nánar má lesa um þróun hugtaksins hinsegin fólk hér og hér.

Snorri segir að lokum í myndbrotiinu að notkun hugtaksins í orðræðu geti verið hentug:

„Þá geturðu líka náttúrulega alltaf látið eins og einmitt bara eitthvað svona pælingar um það hvað þessi hugmyndafræði öll táknar og hvernig henni er framfylgt að það sé einhver andúð gegn hinsegin fólki sem er gjörsamlega út í hött.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma