fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Horn nashyrninga gerð geislavirk til að vernda dýrin gegn veiðiþjófum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. ágúst 2025 13:30

Horn nashyrninga eru eftirsótt meðal veiðiþjófa. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Suður-Afríku hafa hrundið af stað byltingarkenndu verkefni gegn veiðiþjófnaði þar sem örlitlu magni af geislavirkum efnum er sprautað í horn nashyrninga. Tilgangurinn er sá að torvelda ólöglegan útflutning veiðiþjófa og smyglara. BBC greinir frá.

Aðferðin er hluti af svokölluðu Rhisotope-verkefni háskólans í Witwatersrand, sem kynnt var formlega á föstudag eftir sex ára rannsóknir og prófanir. „Með þessari tækni viljum við vernda ekki aðeins nashyrninga heldur líka hluta af náttúruarfleifð Afríku,“ segir Jessica Babich, verkefnastjóri Rhisotope.

Í tilraun sem náði til tuttugu nashyrninga sýndu niðurstöður að geislavirka efnið skaðar hvorki dýrin né horn þeirra. Hins vegar verður það sýnilegt í skynjurum tollayfirvalda – jafnvel inni í lokuðum sex metra gámum. James Larkin prófessor við Wits-háskóla segir þetta geta orðið tímamót í baráttunni gegn nashyrningaveiði: „Við höfum sýnt fram á, án nokkurs vafa, að þetta er bæði öruggt og áhrifaríkt.“

Rhisotope-verkefnið var unnið í samvinnu við Alþjóðakjarnorkustofnunina (IAEA).

Yfir 400 nashyrningar eru drepnir árlega í Suður-Afríku, samkvæmt samtökunum Save the Rhino. Suður-Afríka er heimili stærsta nashyrningastofns heims. Horn þeirra eru eftirsótt í Asíu – þar sem þau eru notuð í hefðbundna lækningar eða sem stöðutákn á svörtum markaði.

Hvítu nashyrningarnir eru taldir „í útrýmingarhættu“, en svörtu nashyrningarnir eru „í bráðri útrýmingarhættu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket