fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. ágúst 2025 16:22

Reynisfjara. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttin hefur verið uppfærð

Fjölskylda féll í sjóinn við Reynisfjöru við Vík í Mýrdal í dag. Var þar um að ræða föður og tvær dætur hans. Barnung stúlka varð eftir í sjónum. Mbl.is greinir frá þessu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang vegna atviksins. Lagði hún af stað laust eftir kl. 15 í dag. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir við mbl.is að manneskja hafi fallið í sjóinn en tjáir sig ekki nánar um það.

Björgunarsveitir voru einnig kallaðar til vegna málsins.

Lögreglan á Suðurlandi hefur birt tilkynningu um málið:

„Laust fyrir kl 15 í dag var tilkynnt um að manneskja hefði farið í sjóinn við Reynisfjöru. Björgunarsveitir, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar eru við leitarstörf á vettvangi.“

Uppfært kl. 17:10

Lögreglan á Suðurlandi hefur uppfært tilkynningu sína. Kemur fram að barnið er fundið og er verið að flytja það á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um ástand þess.

Einnig kemur fram að um sé að ræða barnunga stúlku sem var á ferð með fjölskyldu sinni, en þau eru erlendir ferðamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“