fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin: „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Alma Vilbergsdóttir ræðir í hlaðvarpi sínu, Krónusögurnar mínar; sannar sögur úr veskinu, um fjármál, basl og bata. DV hefur áður fjallað um námslán sem Íris tók fyrir BA-námi og síðan fyrir mastersnámi í Skotlandi. Og einnig um sparnaðarreynslu Írisar sem segir erfitt að tilheyra sér nýja hugsun og byrja að spara þegar maður er vanur blankheitum og þurfa að velta hverri krónu fyrir sér. Íbúðakaup og fleira voru svo umræðuefni fjórða þáttar.

Í fimmta þætti er komið að brúðkaupsmálum, erfiðleikum við skilnað og peningaútgjöldum og vinnu sem Íris þurfti að standa í til að fá skilnað. 

„Þetta er eiginlega þátturinn sem ég er búinn að vera alveg „á ég að segja frá þessu, á ég ekki að segja frá þessu, af því þetta er vandræðalegt fyrir allan pakkann.“

Íris Alma Vilbergsdóttir

Einstæð og rómantísk 26 ára móðir kynnist manni

Íris kynntist manni, fyrir 18 árum síðan, þegar hún var 26 ára og segist hún á þeim tíma hafa verið agalega rómantísk. Og það hafi verið takmarkið að finna sér maka,  það sem manni var kennt, maður átti að vera í sambúð og og þannig að það var alltaf takmarkið hjá Írisi. Maðurinn var erlendur og þegar þau höfðu verið í sambandi í nokkra mánuði var komið að því að taka ákvörðun.

„Eins og margir þurfa að taka þegar þeir eru með erlendum aðila að annaðhvort fer hann aftur heim eða við giftum okkur. Ég, uppfull af rómantík, ákvað að ég væri til í að gifta mig.“

Íris sá ein fyrir dóttur sinni, sem var byrjuð í skóla, og Íris var sjálf í háskólanámi. Tekjurnar voru meðlag og barnabætur. 

„Ég hef heyrt ýmislegt um að það sé hægt að lifa rosalega fínu lífi sem einstæð móðir á einhverjum bótum. En ég veit ekki hvaða bætur það eru vegna þess að það er bara þetta tvennt, það er meðlag og barnabætur. Þú getur fengið hærri húsaleigubætur ef þú ert mjög tekjulágur, þá færðu mögulega hærri húsaleigubætur ef þú átt barn. En það er hvort sem er bara að vega upp á móti því sem þú ert að greiða í leigu. Það er aldrei þannig að þú getur grætt á því. Þannig ef það er einhver gullpottur einhvers staðar sem einstæðar mæður eru að nálgast, þá fann ég hann aldrei þannig að ég þurfti bara að sætta mig við þetta.“

Makinn kostaði Írisi peninga frá fyrstu stundu

Eftir að hafa gift sig var hún ekki lengur einstæð móðir. Meðlagið hélt en barnabæturnar lækkuðu þar sem komið var annað foreldri á heimilið. Og fer Íris yfir að það sé ríkið sem ákveður að þegar einstaklingar gangi í hjónaband þá beri þeir fjárhagslega ábyrgð á hver öðrum.

„Það sem gerðist er að ég valdi mjög illa, ég valdi sérstaklega illa þegar ég var að velja mér mann. Hann kostaði mig peninga frá fyrstu stundu. Hann var svona bakpoka, hvað kallar maður þetta? Held það kallist Hobosexual. Svona gæi sem á ekki neitt og býr bara inni á fólki þar til hann nær að sjúga allt út úr manni þá fer hann eitthvað annað.“ [Hugtakið plastpokakarl er oft notað um slíka einstaklinga].

Það slitnaði upp úr hjónabandinu eftir stuttan tíma og segir Íris skilnaðinn hafa tekið marga mánuði. Fer hún yfir hverjar kvaðirnar eru að vera í hjónabandi. Eftir að þau hættu saman kom í ljós að hann hafði ekki greitt skatt af vinnu sem hann var í, og vinnuveitandinn hafði ekki dregið af honum. Maðurinn var því í skuld við ríkið. 

„Og ég var ennþá gift honum þrátt fyrir það að við værum hætt saman. Og ég átti rétt á barnabótum, en vegna þess að hann skuldaði ríkinu og ég átti inni hjá ríkinu, að þá tók ríkið mína peninga þannig að það tók barnabæturnar mínar til þess að greiða upp skuldina hans. Við vorum fyrir löngu hætt saman, en hann vildi ekki skrifa undir skilnaðarpappíra. Þannig að ég var föst í smá tíma og þarna er sem sagt svona fyrsta virkilega: „ykkur getur ekki verið alvara.“ Ég tapa sem sagt barnabótum á barni sem hann á ekkert í vegna skattaskuldar hans. Við erum hætt saman og ég myndi geta sannað það, en það breytir engu. Peningarnir voru farnir, hans skuld var greidd og það kostaði mig bara peninga enn og aftur.“

Íris segist hafa verið búin að reyna að ganga frá skilnaðinum með vinsamlegum hætti. Maðurinn vildi ekki skrifa undir skilnaðarpappíra, þannig að Íris þurfti að fá sér lögfræðing og greiða honum háa fjárhæð til að fara með skilnaðinn fyrir dóm, sanna að sambandinu væri löngu lokið og maðurinn bara með vesen að tefja skilnaðinn. Engar eignir voru til að selja, engir peningar til að skipta og ekkert forræði yfir börnum til að semja um. Dómur gekk um skilnaðinn og var maðurinn dæmdur til að greiða Írisi hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að hafa tafið skilnaðinn.

„Næsta skref, hvernig get ég fengið þennan hundraðþúsundkall? Mér eru bara dæmdar þessar bætur en það er enginn sem rukkar þær. Þarna hefði ég þurft að fara í innheimtufyrirtæki og borga þeim fyrir að rukka þennan pening. Þekkjandi þennan mann þá vissi ég að hann myndi aldrei borga þennan pening. Þannig að ég hefði bara tapað meiri peningum. Og þannig að ég fékk auðvitað aldrei þennan hundraðþúsundkall. Ég var ekki að fara að borga einhverjum fyrir að eltast við hann og fá hann til að borga eitthvað sem hann mundi ekki borga, vegna þess að hann var með ýmislegt annað í vanskilum. Ég bara þvoði hendurnar af þessu máli og þessari sögu var bara lokið hvað mig varðar.“

„Ég heyri bara kommentin: „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann“

Íris segist ekki hafa gert sér grein fyrir hjónabandið að hún bæri ábyrgð á skattaskuldum mannsins. Hún ræðir einnig framfærsluskylduna sem gert er ráð fyrir að makinn sinni, en enginn fylgist með að hann fylgi þeirri skyldu. Segir Íris ríkið bara passa upp á lækka bæturnar sem annar makinn naut fyrir hjónabandið.

„Ég heyri bara kommentin: „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann.“ Já auðvitað hefði ég átt að velja mér betri mann eða engan mann, það liggur í augum uppi og ekki nóg með það heldur vissi ég alveg hvað hann var mikill ræfill áður en ég giftist honum. Ég hélt bara maður ætti bara að sætta sig við ýmislegt og ég hélt það væri bara það sem fólk gerði og ég var ekkert búin að vera í mörgum samböndum. Ég hafði lengi verið sökuð um að vera rosalega kröfuhörð í garð karlmanna og ég hélt bara, þessi vill mig þannig að gerum þetta, það var ekki eins og það væri röð af gaurum. Ömurlegt en satt og þetta er það sem ég einmitt bara… Ég veit það, ég veit að ég hefði átt að vita betur. Ég veit að ég hefði átt að hætta með honum fyrir það fyrsta, eftir svona sirka mánuð. Þá hefði ég átt að hætta með honum en ég gerði það ekki og og ég giftist honum þrátt fyrir aftur að mamma sagði mér að gera það ekki.“

Maðurinn var af öðrum kynþætti og segir Íris að hún hafi metið það svo að það væri ástæðan fyrir að margir settu sig upp á móti sambandinu. Þannig hafi hún átt erfitt með að taka mark á öðru sem viðkomandi sögðu gegn manninum.

„Ég hélt bara að ég væri að vera alveg rosalega djörf og ævintýragjörn og agalega ástfangin. En ég segi ef þú ert einstæð móðir þá áttu ekki að gifta þig nema þið séuð búin að vera saman í mörg mörg vegna þess að þarna koma líka inn erfðamál. Ef þú ert gift þá erfir makinn þig og og líka náttúrlega barnið. Það þýðir ekkert að vera að rjúka í einhverri rómantík þegar maður er á þessum stað. En þetta er það sem ýtir ungum konum út í sambönd að vilja ekki vera einstætt foreldri. En auðvitað ef þú ert heppin, ef þú velur vel eða ert heppin og tekur þér tíma í að velja, þá geturðu náttúrulega verið í aðstæðum þar sem að það að vera í þessu sambandi bætir líf þitt að því leyti að þið eruð náttúrulega orðin fjölskylda og fáið stuðning hvort af öðru og hjálpið hvort öðru með lífið og tilveruna. En eins erfitt og það er oft að vera einstætt foreldri og eins blankur og maður getur verið, þá er það ekkert miðað við það að vera með fullorðinn einstakling á framfæri, einhvern sem að gerir ekkert nema valda vandræðum.“

Margt sem þarf að huga að ætli fólk að gifta sig

Segir Íris að það sé því margt sem þarf að hafa í huga ætli fólk að gifta sig, viðkomandi geti endað með skuldir hvors annars, og þetta skipti sérstaklega miklu máli þegar fólk á börn fyrir hjónabandið. Ef komi til skilnaðar og annar aðilinn vill ekki skrifa undir skilnað, þá þurfi að fara fyrir dóm og leita aðstoðar lögmanns, sem er ekki ódýr. 

„Þannig að það getur hlaupið á hundruðum þúsunda og getur meira að segja tekið einhver ár ef aðilinn fer til útlanda. Það gerðist ekki hjá mér sem betur fer, en maður hefur séð það stundum í fjölmiðlum að það er verið að birta í Lögbirtingablaðinu. Það er verið að birta honum skilnaðinn þar vegna þess að það er eina löglega leiðin til þess að skilja við einhvern sem er ekki á staðnum, birting í Lögbirtingablaðinu. Og þá hefur hann tíma til þess að koma og svara fyrir sig og ef hann gerir það ekki að þá gengur skilnaðurinn í gegn. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað er búið að eyða miklu í lögfræðing áður en að það er komið að því. Allan þann tíma ertu alltaf í hjúskap. Þú ert alltaf lagalega bundin þessum aðila.“

Íris segir minna mál að gifta sig, en flóknara að skilja, sérstaklega ef viðkomandi eru ekki vinir lengur. 

„Þetta er náttúrulega batterí sem var alltaf búið til að halda konu niðri. Og hefur ekki lagast með það.

Hver er lærdómurinn?

„Lærdómurinn er náttúrlega í fyrsta lagi velja vel. Seinna er ekki gifta þig nema þú gerir þér grein fyrir því í hverju það felst og hvaða áhrif það mun hafa á þitt líf. Að gifta sig er ekki bara einhver rómans. Þetta er bara eins og skattaskýrsla. Þetta er bara samningur með reglum sem ríkið bjó til og þú ert að gangast undir þessi skilyrði. Þú getur ekki breytt þeim.“

Segir Íris að hún sé alls ekki á móti hjónabandi, þó það hljómi þannig, hún vilji bara að fólk geri sér grein fyrir hvað það er að gangast undir ætli það að gifta sig. Er hinn tilbúinn að taka að sér framfærsluskyldu, verður drama ef barn og stjúpforeldri koma til með að dreifa arfi. Segir hún allt annað upp á teningnum ef um er að ræða par sem á barn saman, eða íbúð saman, eða jafnvel bæði. Ef til skilnaðar kemur og annar aðilinn er með vesen og vill ekki skrifa undir samning þá ráðleggur hún að bíða ekki lengi með að leita til lögfræðings.

„Þetta er sem sagt mín ótrúlega vandræðalega og hallærislega saga um þegar ég gekk í hjónaband og hefði betur sleppt því og þegar ég skildi og hefði betur gert fyrr og hraðar. Enn og aftur, þetta eru mínar sögur og ef ég er að koma með einhver ráð að þá er það byggt á minni reynslu og ég er ekki bitur eða reið. Þetta var bara fyrir milljón árum, þetta skiptir engu máli. Það er fólk sem ég hef þekkt í tíu ár sem hafði ekki hugmynd um að ég hefði verið gift af því þetta er bara ekki relevant. Þetta bara skiptir engu máli, þetta var bara svona smá tímabil í mínu lífi. Þetta voru innan við tvö ár frá því þetta byrjaði þangað til búið. Ég er ekki fráskilin manneskja þegar ég er að skilgreina mig, ég er bara einhleyp. Ég myndi aldrei titla mig sem fráskilin.

Þetta kenndi mér meira en allt annað að hætta að vera örvæntingarfullt að leita í einhverri örvæntingu að einhverju. Því örvæntingarfyllri sem þú ert þegar þú ert að leita að maka því meiri líkur eru á að þú veljir illa. Það er aldrei neinn að böggast í sjónvarpsfjarstýringunni. Svo er bara eitthvað voðalega lítið um það að gaurar séu komandi og bankandi upp á: Hey, hvernig líst þér á mig? Þú veist, maður þarf eitthvað að vinna í þessu og fara út og kynnast fólki og það er alltof mikið vesen. Þannig að hér er ég einhverjum átján árum seinna, enn þá einhleyp.“

Hlusta má á fimmta þáttinn í hlaðvarpi Írisar Ölmu hér:

Íris Alma er eigandi ÍA fjármál og einnig má fylgja henni á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára
Fréttir
Í gær

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“