fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, er ómyrk í máli í garð stjórnvalda og segir að þeim virðist vera alveg sama um þá sem þurft hafa að leita eftir aðstoð samtakanna. Ásgerður er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem þetta kemur fram.

Eins og greint var frá í vor sótti Fjölskylduhjálpin ekki um styrk til ríkisins á síðasta ári og virðast mistök hafa orðið til þess. Taldi Ásgerður sig hafa sótt um styrkinn í samtölum við Ingu Sæland velferðarráðherra en svo var ekki.

Í samtali við Morgunblaðið bendir Ásgerður Jóna á að endurnýja þurfi tæki, meðal annars vegna krafna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, og aðeins sé um tvennt að velja. Annað hvort steypa sér í skuldir eða loka. Matarbanka Fjölskylduhjálparinnar var lokað í júlí og til stendur að losa húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli þann 1. október næstkomandi.

Ásgerður segir við blaðið að neyðin sé enn mikil á Íslandi.

Ásgerður seg­ir að Fjöl­skyldu­hjálp­in hafi tekið á móti 1.900 vöru­brett­um af mat á síðasta ári og af­hent 800 fjöl­skyld­um mat­ar­gjaf­ir í hverri viku.

„Það rign­ir yfir mig tölvupóstum frá fólki sem sér fram á að eiga ekki fyr­ir mat, eft­ir að við hætt­um með mat­ar­gjaf­irn­ar. Það er eins og ráðamönn­um sé sama um af­leiðing­arn­ar og mat­ur­inn end­ar í urðun hjá Sorpu.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi