fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. ágúst 2025 17:30

Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna um landið, að líma límmiða á skilti á ferðamannastöðum. Segir Hallfríður þetta ekki bara subbulegt, heldur einnig límt yfir nauðsynlegar upplýsingar.

„Veit ekki með ykkur kæru kollegar en mér finnst ömurlegt að sjá límmiðum makað á skilti hér og hvar og alls staðar á ferðamannastöðum. Þessi ósómi er ekki bara merki um subbuskap og vanvirðingu heldur er í sumum tilvikum verið að líma yfir nauðsynlegar upplýsingar sbr. skiltið á Geysi, sjá mynd sem ég tók fyrir nokkrum dögum. Set hér líka inn mynd af bakhlið skilta á Arnarstapa sem ég tók í gær.“

Í færslu sinni í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar birtir Hallfríður myndirnar og biður hópmeðlimi að láta í sér heyra og hvaða lausnir eru til að stoppa þetta.

„Kannski spurning um að safna myndum af þessari „áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“. Til að hafa e-a yfirsýn yfir hversu útbreidd þessi árátta er. Ég veit ekki svarið. Kannski hægt að vekja athygli skipuleggjenda ferðaþjónustunnar um að svona hegðun sé ekki boðleg.“

Í athugasemdum er tekið undir að þetta sé hinn versti sóðaskapur. Einn skrifar á ensku og segir upp þessa óþolandi hegðun:

„Þetta er veggjakrot þeirra sem eru of latir til að skrifa sjálfir. Hræðilegt, en allt hluti af Horfðu á mig kynslóðinni“ (e. It’s graffiti for those who are too lazy to even write it themselves. Horrible, but all part of the’„Look at Me“ generation.“

Klaus Jenter bendir á Facebookhóp sem hann er með þar sem hann birtir myndir af límmiðum sem hann hreinsar upp á ferðamannastöðum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út