Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna um landið, að líma límmiða á skilti á ferðamannastöðum. Segir Hallfríður þetta ekki bara subbulegt, heldur einnig límt yfir nauðsynlegar upplýsingar.
„Veit ekki með ykkur kæru kollegar en mér finnst ömurlegt að sjá límmiðum makað á skilti hér og hvar og alls staðar á ferðamannastöðum. Þessi ósómi er ekki bara merki um subbuskap og vanvirðingu heldur er í sumum tilvikum verið að líma yfir nauðsynlegar upplýsingar sbr. skiltið á Geysi, sjá mynd sem ég tók fyrir nokkrum dögum. Set hér líka inn mynd af bakhlið skilta á Arnarstapa sem ég tók í gær.“
Í færslu sinni í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar birtir Hallfríður myndirnar og biður hópmeðlimi að láta í sér heyra og hvaða lausnir eru til að stoppa þetta.
„Kannski spurning um að safna myndum af þessari „áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“. Til að hafa e-a yfirsýn yfir hversu útbreidd þessi árátta er. Ég veit ekki svarið. Kannski hægt að vekja athygli skipuleggjenda ferðaþjónustunnar um að svona hegðun sé ekki boðleg.“
Í athugasemdum er tekið undir að þetta sé hinn versti sóðaskapur. Einn skrifar á ensku og segir upp þessa óþolandi hegðun:
„Þetta er veggjakrot þeirra sem eru of latir til að skrifa sjálfir. Hræðilegt, en allt hluti af Horfðu á mig kynslóðinni“ (e. It’s graffiti for those who are too lazy to even write it themselves. Horrible, but all part of the’„Look at Me“ generation.“
Klaus Jenter bendir á Facebookhóp sem hann er með þar sem hann birtir myndir af límmiðum sem hann hreinsar upp á ferðamannastöðum landsins.